Istorrent bloggið Fréttir og ýmsar tilkynningar

1 April 2010

Samkomulag við rétthafa

Filed under: Almennt — Svavar Kjarrval @ 01:50

Í kjölfar dóms Hæstaréttar í Istorrent-málinu svokölluðu hófust löng og stíf fundarhöld milli Svavars Kjarrvals og rétthafasamtakanna um eftirmála dómsins. Var í gær komist að þeirri niðurstöðu að í skiptum fyrir niðurfellingu á málskostnaði og annarra bóta myndi Svavar Kjarrval afhenda rétthöfum gagnagrunn vefsins torrent.is eins og hann var þegar lögbannið var sett á. Þar á meðal öll varaafrit sem enn eru til og ná þau til seinni hluta ársins 2006. Munu þessi gögn hjálpa rétthöfum verulega í leit að þeim þjófum sem ollu því tapi sem rétthafar urðu svo sannarlega fyrir. Afhendingin er byggð á heimild laga 53/2006 og er verið að spara ríkinu stórar fjárhæðir með því að leita ekki til dómstóla og sýslumanns.

Einnig hefur Svavar Kjarrval gegnt ráðgjafastarfi um endurbætur á höfundalögum og var frumvarpi þaraðlútandi útbýtt í gær. Er vonin sú að frumvarpið muni koma í veg fyrir frekari lagaflækjur í framtíðinni hvað höfundarétt varðar.

Gögnin munu vera afhend kl. 16:00 í dag á höfuðstöðvum SMÁÍS að Laugavegi 182.

Powered by WordPress