Istorrent bloggið Fréttir og ýmsar tilkynningar

28 April 2008

Almannatengsl

Filed under: — Svavar Kjarrval @ 02:38

Istorrent ehf. hefur lögheimili að Borgartúni 25, 105 Reykjavík en vefurinn er hýstur og rekinn á Burknavöllum 17c í Hafnarfirði. Skráarskiptafélagið Istorrent var stofnað 1. maí 2005 með uppsetningu samnefnds vefs. Fyrirtækið Istorrent ehf. var stofnað í kringum rekstur vefsins og tók við rekstri hans 3. október 2007. Þann 19. nóvember sama ár setti Sýslumaðurinn í Hafnarfirði lögbann á starfrækslu vefsins að beiðni fjögurra rétthafasamtaka. Mál var höfðað til staðfestingar lögbannsins 23. nóvember en var vísað frá í héraðsdómi 27. mars síðastliðinn. Ákvörðuninni var áfrýjað til Hæstaréttar 2. apríl og var málinu vísað frá 8. maí.

Svavar Kjarrval Lúthersson fæddist 7. nóvember 1983 og hefur aðsetur á Burknavöllum 17c í Hafnarfirði. Hann útskrifaðist úr Öldutúnsskóla árið 2000 og fór síðan frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla í desember 2005 með stúdentspróf af upplýsinga- og fjölmiðlabraut. Nú er hann í tölvunarfræðinámi við Háskólann í Reykjavík. Svavar er ekki stofnandi Istorrents en hann hefur verið aðalstjórnandi þar frá upphafi. Hann hefur séð um fjármál og daglegan rekstur Istorrents allt frá brottför stofnanda félagsins en nýtur auðvitað liðsinnis annarra einstaklinga sem hjálpa honum við stjórnendastörfin í sjálfboðavinnu.

Fréttamiðlar og aðrir miðlar geta fræðst nánar um mál sem tengjast Istorrent með því að senda tölvupóst á media@torrent.is eða hringja í Svavar í síma 863-9900.

Hér eru ýmsar myndir sem má nota í fréttum og öðrum skrifum er varða Istorrent ehf. eða Svavar Kjarrval Lúthersson;

Á hverri mynd er tengill á prentvæna útgáfu. Notkun er án endurgjalds og er ekki háð fyrirframveittu leyfi.

Merki torrent.is:
Merki torrent.is
Prentvæna útgáfan er í 720 x 300 punkta upplausn og 96 dpi.

Svavar Kjarrval Lúthersson – lárétt mynd:
Svavar Lúthersson - lárétt mynd (litmynd)
(4.505 kílóbæti)

Svavar Lúthersson - lárétt mynd (svart/hvít)
(3.886 kílóbæti)
Prentvæna útgáfan er í 3504 x 2336 punkta upplausn og 240 dpi.

Svavar Kjarrval Lúthersson – lóðrétt mynd:
Svavar Lúthersson - lóðrétt mynd (litmynd)
(5.284 kílóbæti)

Svavar Lúthersson - lóðrétt mynd (svart/hvít)
(4.385 kílóbæti)
Prentvæna útgáfan er í 2336 x 3504 punkta upplausn og 240 dpi.

No Comments »

No comments yet.

RSS feed for comments on this post.

Leave a comment

You must be logged in to post a comment.

Powered by WordPress