Istorrent bloggið Fréttir og ýmsar tilkynningar

14 April 2011

smais.is

Filed under: Almennt — Svavar Kjarrval @ 09:45

Þá er komið að afmæli nýjustu fréttarinnar á smais.is en hún var skrifuð 14. apríl 2008. Ástæðan fyrir því að engar uppfærslur hafi átt sér stað vegna þess, að sögn Snæbjarnar Steingrímssonar, var gerð árás á vef þeirra fyrir nokkrum árum. Fáir myndu mótmæla þeirri staðhæfingu að 3 ár er meira en nægur tími til að laga mögulegan skaða eða jafnvel setja upp glænýjan vef. Líklegri ástæða fyrir töfunum er leti.

Þrátt fyrir að Snæbjörn hafi stundað nám í lögfræði í a.m.k. 2 annir eru skilmálar smais.is enn óbreyttir og eru þeir svohljóðandi:

Allar upplýsingar sem fram koma á vef SMÁÍS er eign SMÁÍS, nema annað sé sérstaklega tekið fram eða leiða megi af eðli máls. Óheimilt er að setja krækju (link) á vef SMÁÍS af annarri vefsíðu nema með skriflegu samþykki samtakanna. Skriflegt samþykki SMÁÍS þarf til að endurbirta, afrita eða dreifa upplýsingum sem fram koma á heimasíðu SMÁÍS

Nú hefur greinarhöfundur brotið skilmála vefsins á tvennan hátt og býður eftir lögregluheimsókn fyrir að vísa á vef SMÁÍS og fyrir að dreifa upplýsingum sem fram koma á vef þeirra – án skriflegs samþykkis samtakanna.

– Svavar Kjarrval

Powered by WordPress