Úrskurður héraðsdóms var kærður aftur en í þetta sinn af okkar frumkvæði. Er kæran tilraun til að láta Hæstarétt endurskoða þá þætti málsins sem var ekki vísað frá í téðum úrskurði. Þetta hefði að sjálfsögðu ekki verið mögulegt ef STEF hefði ákveðið að láta úrskurðinn afskiptalausan.
Kröfurnar í kærunni eru margþættar. Í fyrsta lagi er krafist þess að frávísun „sambærilega vefsíðu“ hugtaksins orsaki frávísun á öllum liðnum en ekki bara þessum hluta hans. Í öðru lagi er vísað til þess að þar sem STEF nýtur sér heimild í lögbannslögum til að koma öðrum kröfum að beri þau sömu örlög ef lögbannsþætti málsins er vísað frá. Síðan er krafist þess að málskostnaður fyrir héraðsdómi verði ákveðinn. Að lokum er krafist málskostnaðar fyrir Hæstarétti.
Með því að kæra úrskurðinn er verið að vonast eftir því að Hæstiréttur vísi kröfum STEF frá dómi og stytti þann tíma sem málið hefði annars tekið.