Istorrent bloggið Fréttir og ýmsar tilkynningar

18 August 2008

Frestun á málflutningi

Filed under: Almennt — Svavar Kjarrval @ 01:11

Fresta þarf málflutningnum á frávísunarkröfunni og var nýr tími ákveðinn. Miðvikudagurinn 3. september kl. 10:00 varð fyrir valinu.

13 August 2008

Frávísunarkrafa tekin fyrir

Filed under: Almennt — Svavar Kjarrval @ 01:09

Föstudaginn 22. ágúst kl. 13:15 í sal 2 í Héraðsdómi Reykjaness mun vera munnlegur málflutningur vegna frávísunarkröfu okkar í 2. umferð Istorrent-málsins. Ef frávísunarkrafan verður samþykkt má búast við því að þetta verði seinasti málflutningurinn í málinu. Það verður opið þinghald svo þeir sem vilja geta komið við og orðið vitni að því sem kemur fram – skemmtun ekki tryggð.

Málið á sér rætur að rekja til lögbanns sem sett var á aðstandendur vefsins torrent.is þann 19. nóvember síðastliðinn og hefur verið í gildi síðan þá. Hæstiréttur lauk fyrri umferð málsins 8. maí sl. með úrskurð í okkar hag. Lagaheimild var fyrir því að hefja nýtt staðfestingarmál sem var síðan gert. Lögbannið er því enn í gildi á meðan leyst verður úr þessum hluta málsins.

Alveg eins og spáð var með fyrri umferðina, þá er nær gulltryggt að sá sem tapar málinu fyrir héraðsdómi mun áfrýja niðurstöðunni til Hæstaréttar. Tómas Jónsson hrl. mun flytja málið af okkar hálfu en Hróbjartur Jónatansson hrl. fyrir hönd STEF. Nánari upplýsingar um greinargerð okkar fyrir 2. umferð munu vera gefnar út þegar líður á næstu viku.

Powered by WordPress