Istorrent bloggið Fréttir og ýmsar tilkynningar

1 April 2010

Samkomulag við rétthafa

Filed under: Almennt — Svavar Kjarrval @ 01:50

Í kjölfar dóms Hæstaréttar í Istorrent-málinu svokölluðu hófust löng og stíf fundarhöld milli Svavars Kjarrvals og rétthafasamtakanna um eftirmála dómsins. Var í gær komist að þeirri niðurstöðu að í skiptum fyrir niðurfellingu á málskostnaði og annarra bóta myndi Svavar Kjarrval afhenda rétthöfum gagnagrunn vefsins torrent.is eins og hann var þegar lögbannið var sett á. Þar á meðal öll varaafrit sem enn eru til og ná þau til seinni hluta ársins 2006. Munu þessi gögn hjálpa rétthöfum verulega í leit að þeim þjófum sem ollu því tapi sem rétthafar urðu svo sannarlega fyrir. Afhendingin er byggð á heimild laga 53/2006 og er verið að spara ríkinu stórar fjárhæðir með því að leita ekki til dómstóla og sýslumanns.

Einnig hefur Svavar Kjarrval gegnt ráðgjafastarfi um endurbætur á höfundalögum og var frumvarpi þaraðlútandi útbýtt í gær. Er vonin sú að frumvarpið muni koma í veg fyrir frekari lagaflækjur í framtíðinni hvað höfundarétt varðar.

Gögnin munu vera afhend kl. 16:00 í dag á höfuðstöðvum SMÁÍS að Laugavegi 182.

5 Comments »

  1. Samkvæmt þessu, er þá gagnagrunnur vefsíðunnar sem þú afhentir þeim ekki nýrri heldur en frá seinni hluta 2006?

    Comment by HlynurH — 1 April 2010 @ 12:12

  2. Ég meina “sem þú afhendir þeim”.

    Comment by HlynurH — 1 April 2010 @ 12:13

  3. Eða er þetta hugsanlega 1. Apríl gabb?

    Comment by HlynurH — 1 April 2010 @ 12:15

  4. Þetta er 1. apríl gabb. Ég var auðvitað ekki að fara að játa þetta á meðan 1. apríl var enn í gangi. Ágætt að vita að það var allavega einn sem trúði þessu. 😀

    Comment by Svavar Kjarrval — 2 April 2010 @ 02:36

  5. Jú ég áttaði mig ekki á þessu á fyrstu mínútunum. En síðan fattaði ég bara að þú myndir aldrei gera þetta.

    Og sá síðan að það væri fyrsti apríl… gaman að þessu allaveganna, þetta var ekki alveg misheppnað gabb!

    Comment by HlynurH — 2 April 2010 @ 01:08

RSS feed for comments on this post.

Leave a comment

You must be logged in to post a comment.

Powered by WordPress