Hæstiréttur mun opinbera dóm sinn kl. 16:00 í dag. Það er óvíst hvort ég geti mætt á staðinn en bloggfærslan mun vera birt hér fyrir kvöldmat.
Þeir sem vilja tryggja sér eintak af fréttatilkynningu sem send verður í tilefni af niðurstöðunni geta haft samband við media@torrent.is. Þetta boð er opið öllum.
Slæmt mál! en bara ein orusta, ekki allt stríðið.
Munið að torrentsíður sem veita notendum aðstoð við að deila stafrænu efni útgefanda sem þeir sjálfir (útgefendur) eru ábyrgir fyrir, eru eins misjafnar eins og þær eru margar og þetta segir ekkert um þær almennt bara að það módel sem var notast við í þessu tilviki var að eitthverju leiti gallað frá lagalegum sjónarhóli.
Þá er bara að reyna að draga lærdóm af hvað hefði mátt fara betur svo framtíðar torrentsíður þurfa ekki að sitja undir sömu ofsóknum frá hækjum þröngra erlendra sérhagsmuna.
Ég myndi játa því að það hafi verið gerð mistök við rekstur síðunnar og að rekstur jafningjanetssíða sé mikið til einsog að ganga með stöng á bandi þetta sé jafnvægisíþrótt ogað í þessu tilviki hallaði um of á annan endann og því fór sem fór, en það sé hægt að draga lærdóm af þessu og reyna aftur því jafningjanetsíður séu ekkert á leið útaf kortinu það taki bara tíma fyrir þau að þroskast og ná jafnvægi í gamaldags lagaumhverfi nútímans.
Comment by PatriotX — 11 February 2010 @ 06:07
Ég velti fyrir mér.. Nú er kannski tími til að setja laggirnar félag [formlega;] sem mótvægi við þau öfl sem beita ofsóknum gegn þeim óumflýjanlegu tæknilegu og samfélagslegu framförum sem jafningjanetstæknin hefur innleitt ekki bara á okkar netvædda Íslandi heldur um heiminn allan, og þar að leiðandi skapa jafnvægi meðal áhrifaaðila í þessum efnum.
Comment by PatriotX — 11 February 2010 @ 06:26