Istorrent bloggið Fréttir og ýmsar tilkynningar

24 April 2009

Ósanngjörn réttarhöld í The Pirate Bay málinu

Filed under: Almennt — Svavar Kjarrval @ 02:56

Torrentfreak.com flytur þær fréttir að The Pirate Bay hópurinn, sem nýlega var dæmdur sekur um að hafa aðstoðað við brot á höfundalögum, hafi beðið um endurupptöku málsins þar sem dómarinn í málinu hafi alls ekki verið hlutlaus.

Tomas Norström, dómarinn sem um ræðir, hafi verið, og er enn, meðlimur í stjórnum félaga sem berjast fyrir strangari höfundalögum og jafnvel í þeim tilgangi að verja hagsmuni iðnaðarins hvað höfundarrétt varðar.

Þessi félög heita (á ensku):
Swedish Association of Copyright (SFU)
Swedish Association for the Protection of Industrial Property (SFIR)

Hann sætir nú gagnrýni ýmissa aðila í Svíþjóð fyrir að hafa ekki vikið sæti og látið annan dómara sjá um málið. Að hans eigin mati fannst honum sín eigin aðild í starfsemi félaganna ekki hafa áhrif á hlutleysi hans. Einnig var það hans hlutverk að sjá til þess að réttarhöldin væru sanngjörn m.a. hvað varðar hlutleysi dómenda.

Rick Falkvinge, formaður Sjóræningjaflokksins í Svíþjóð, segir þetta „spillingu af algjörlega ófyrirgefanlegu stigi“.

Það verður áhugavert að sjá hvort þessi frétt ratar í íslensku miðlana.

6 Comments »

 1. Þetta kom svo í fréttum,
  Ég held innilega það að reyna loka TPB sé einsog að pissa uppí vind, þeir fá þetta allt framan í sig. ég held að það sé orðið Too litle to late.
  þetta er orðið alltof stórt. og þessi dómari, ja hvað getur maður sagt.
  Ég vona bara að þessir svíar láti heyra almennilega í sér, og sýni TPB gaurunum sinn stuðning. Mótmæla og fleirra.

  Comment by RiPPER — 25 April 2009 @ 10:34

 2. Hvar kom þetta fram í fréttum hér á landi? Ég finn þetta alls ekki á visir.is eða mbl.is. Er ekki með fleiri fréttavefi í huga en allavega er þetta ekki á þeim þekktustu.

  Comment by Svavar Kjarrval — 30 April 2009 @ 01:18

 3. Istorrent 4 ára í dag, vonandi tókstu þá ákvörðun að halda áfram með málið.

  Comment by Haukzi — 1 May 2009 @ 05:26

 4. Ég sá þetta á stöð 2 . Varðandi The Pirate Bay málið. en er ekki að finna það lengur. en hérna er smá smá..

  http://www.dv.is/frettir/2009/4/15/eigendur-pirate-bay-fullvissir-um-sigur/

  http://www.dv.is/frettir/2008/2/1/akaera-gefin-ut-a-hendur-pirate-bay/

  Comment by RiPPER — 3 May 2009 @ 01:57

 5. Hvernig er þetta Svavar? Ferðu ekki með málið áfram í hæstarétt? Er fresturinn ekki að renna út?

  Væri gaman að fá nýjar fréttir frá þér. Og vonandi góðar fréttir. 🙂

  Comment by HlynurH — 21 May 2009 @ 08:56

 6. Sæll meistari

  Það er synd og skömm að smáis skuli komast upp með allan fjandan sem þeir vilja í skjóli góðrar fjárhagsstöðu, valdnýðslu og viðbjóðs en nýtt virki var nýlega að falla í internetfrelsi íslendinga, það var nefnilega að eiga sér stað í eitt af fyrstu tilfellum íslandssögunar að Vodafone lokaði fyrir aðgang að vefsíðu hjá viðskiptavinum sínum, 1 ár 2 ár hver veit hversu margar vefsíður verða lokaðar og læstar af pólitískum eða öðrum annarlegum ástæðum. Farðu vel með þig karlinn og hafðu það gott.

  Comment by Alli — 12 June 2009 @ 11:09

RSS feed for comments on this post.

Leave a comment

You must be logged in to post a comment.

Powered by WordPress