Istorrent bloggið Fréttir og ýmsar tilkynningar

14 April 2009

Eins árs afmæli hjá SMÁÍS og fleira

Filed under: Almennt — Svavar Kjarrval @ 07:41

Vil óska SMÁÍS til hamingju með eins árs afmæli nýjustu fréttar þeirra á smais.is. Fréttin ber titilinn Niðurhal í stað DVD til að berjast gegn ræningjum. Það er greinilega lítið að gerast meðal myndrétthafa á Íslandi ef marka má fréttaleysið síðastliðið ár.

Erlendis eru þó hlutir að gerast sem SMÁÍS getur fjallað um:
The Pirate Bay málið,
BBC gefur út nokkra sjónvarpsþætti gegnum BitTorrent,
RadioHead gaf til kynna að þeir myndu bera vitni gegn RIAA.

En þó, það væri ágætt ef að það myndu stöku sinnum birtast almennt jákvæðar fréttir á vef SMÁÍS eins og aðsókn á kvikmynd var framar vonum, samræmd lækkun miðaverðs á kvikmyndir (fyrst það var ekkert mál að framkvæma samræmdar hækkanir) og fleira í þeim dúr. Allar þessar milljónir sem hafa farið í baráttu gegn meintum brotum á höfundalögum hlýtur að hafa skilað einhverju öðru en niðritíma á torrent.is, er það ekki?

Einnig eru um tvær vikur í afmæli Istorrents sem mun þá hafa starfað verið til síðan 1. maí 2005.  Í framhaldi af því verður tekin ákvörðun um það hvort dómsúrskurðinum verður áfrýjað eða ekki. Hvort vefurinn opnar aftur eða ekki mun líklegast fara eftir þátttöku almennings í þeim kostnaði sem hefur orðið hefur vegna málsins, jafnvel þótt sigur verði fyrir Hæstarétti.

1 Comment »

  1. Ég vona innilega að það verður eitthvað gert og skipt allveg út þessari stjórn hjá Smáís..

    það er eins og að þeir geri ekki neitt nema að röfla í útvarpinu um Torrent og reyna að láta okkur loka öllu mögulegu í stað þess að taka tildæmis MPA:A til fyrimyndar og hafa sýna framm að þeir séu að gera eitthvað td. eins og bara að gagngrýna kvikmyndir.

    Comment by IceFox — 4 May 2009 @ 10:46

RSS feed for comments on this post.

Leave a comment

You must be logged in to post a comment.

Powered by WordPress