Héraðsdómur hefur kveðið upp úrskurð í málinu. Dómsorðin eru svohljóðandi:
„Lögbann, sem stefnandi, Samtök tónskálda og eigenda flutningsréttar, fékk 19. nóvember 2007 lagt við því að stefndu, Istorrent ehf. og Svavar Lúthersson, starfræki vefsíðuna www.torrent.is sem gerir notendum hennar kleift að fá aðgang að og deila innbyrðis höfundarréttarvörðu hljóð- og myndefni sem umbjóðendur stefnanda eru rétthafar að, er staðfest.
Viðurkennd er bótaskylda stefndu gagnvart stefnanda.
Stefndu eru sýknaðir af framangreindri bannkröfu stefnanda.
Kröfum stefndu um skaðabætur úr hendi stefnanda er hafnað.
Stefndu greiði óskipt stefnanda 1.000.000 krónur í málskostnað.“
Í meginatriðum þýðir þetta að lögbannið var staðfest af hálfu héraðsdóms. Áætlað er að fara með málið til Hæstaréttar. Ég hef ekki litið yfir rökstuðninginn svo ég get ekki komið með yfirlýsingar um úrskurðinn í heild á þessari stundu fyrir utan að ég er ánægður með sýknuna vegna bannkröfunnar.
Dómurinn er aðgengilegur á vef héraðsdóms, domstolar.is, nánar tiltekið á http://domstolar.is/domaleit/nanar/?ID=E200801398&Domur=3&type=1&Serial=2