Kveðinn verður upp úrskurður í Istorrent málinu fyrir Héraðsdómi Reykjaness á morgun, miðvikudaginn 4. febrúar, kl. 8:55 í sal 3. Um er að ræða opið þinghald svo almenningi er velkomið að mæta. Þetta mun þó bara taka um 5 mínútur. Niðurstaða þess fyrir héraðsdómi verður tilkynnt hér á Istorrent blogginu.
Á morgun munu 4 vikur, upp á dag, vera liðnar frá því málið var flutt munnlega. Þessi töf gefur til kynna að hver sem niðurstaðan verður, þá var hún ekki augljós fyrir dómendum í málinu í upphafi þess.
Gangi ykkur vel!
Áfram Istorrent! 🙂
http://visir.is/article/20090204/FRETTIR01/583186644