Istorrent bloggið Fréttir og ýmsar tilkynningar

19 January 2008

Munnlegur málflutningur varðandi frávísun

Filed under: Almennt — Svavar Kjarrval @ 04:47

Sumir hafa verið að spyrja mig um gengið á fyrirtöku málsins sem var fyrr í vikunni. Því miður gat ég ekki mætt sjálfur persónulega svo ég get ekki lýst atburðarásinni í smáatriðum. Eins og getið var í færslunni á undan, þá var ekki áætlað að ræða um neitt sem að skiptir rosalegu máli sem þýðir að ógerlegt er að nefna að ákveðnir aðilar hafi staðið sig betur en aðrir.

Þann 25. janúar n.k. kl. 10:30 í sal 1 mun fara fram munnlegur málflutningur í opnu þinghaldi. Tekin verður fyrir frávísun málsins og er áætlað að málflutningurinn standi til kl. 12:00. Nánar til tekið verður rætt um atriðin sem voru nefnd í fyrri bloggfærslunni ásamt því að sjónarmið stefnenda munu koma fram. Þeir sem hafa áhuga á umræðunni um frávísun málsins mega mæta á staðinn. Salur 1 er ágætlega rúmgóður svo að það má búast við því að allir sem mæta geti fengið sæti. Þeir sem mæta á staðinn geta rætt við mig um málið almennt eftir málflutninginn.

Reynt verður að lýsa atburðarás þinghaldsins á þessu bloggi eftir bestu getu. Þó ber að geta þess að hljóðritun og myndataka er bönnuð í salnum svo ekki er hægt að bjóða upp á hljóðupptöku eða nákvæma lýsingu á því sem fer fram.

1 Comment »

  1. snilld!

    Comment by Paper — 19 January 2008 @ 09:07

RSS feed for comments on this post.

Leave a comment

You must be logged in to post a comment.

Powered by WordPress