Miðvikudaginn 7. janúar á hinu nýja ári mun vera aðalmeðferð í 2. umferð Istorrent-málsins. Þingið er í sal 1 og hefst kl. 9:00 og verður til kl. 14:00 (áætlað). Um er að ræða opið þinghald sem þýðir að almenningur er velkominn í salinn á meðan pláss leyfir. Eftir það mun dómari ásamt meðdómendum ígrunda málavexti og kveða upp dóm þegar niðurstaða liggur fyrir (líklegast ekki samdægurs).
VARÚÐ: Mun innihalda mikið lögfræðiblaður.
Lögfræðiblaður or not, I’ll be there ;]
Comment by PatriotX — 29 November 2008 @ 02:39
Ég verð með þér í anda sjái ég mér ekki fært að mæta! Gangi þér vel!
Comment by Paper — 2 December 2008 @ 09:09
Því miður er ég á norðurlandi og get ekki mætt.. en annars myndi ég mæta..
Comment by IceFox — 5 December 2008 @ 03:31
fáðu bara leyfi firir vefmyndavél og settu hérna á síðuna.
Comment by guds777 — 24 December 2008 @ 11:55
Efast um að ég fái aðgang að nettengingu héraðsdóms til að senda út fæðið. Það yrði fræðandi fyrir almenning að vita hvernig málflutningur er í dómsmáli en það er talsvert betra að mæta á staðinn. Það er engin skuldbinding falin í því að mæta og getur því fólk komið og farið að vild. Að öllum líkindum verður hádegishlé svo það borgar sig ekki að gera ráð fyrir að skreppa í réttarsalinn í hádegishlénu.
Ég sjálfur áætla að vera þarna allan tímann til að skrá niður atburði dagsins. Útdrátturinn ætti að vera tilbúinn sama dag eða þann næsta.
Comment by Svavar Kjarrval — 25 December 2008 @ 05:10
Gleðileg jól!
Comment by Primor — 25 December 2008 @ 05:39
Vá þetta hefur tekið langan tíma Svavar. Ertu ekki smeykur um að þegar þessu lýkur vinni Istorrent málið alveg að torrent.is nái sér aldrei á strik?. Heyrði svo einhverstaðar fyrir langa löngu að Smáis ætlaði bara að halda þér í réttarsalnum þangað til þú værir orðin gjaldþrota. Ég hætti almennilega að fylgjast með þessu í ágúst,sept núna í ár þar sem þetta var bara sagan endalausa.
Comment by Plebbi — 31 December 2008 @ 05:45
ég segji bara mína skoðun ég mundi fara strax á istorrent..móralinn er svo leiðilegu á hinum síðunum finnst mér. En ég kemst ekki en e´g mun senda heila andann minn á staðinn
Comment by maggi187 — 5 January 2009 @ 10:37