Istorrent bloggið Fréttir og ýmsar tilkynningar

8 November 2008

Hæstiréttur kveður upp dóm í 2. umferð

Filed under: Almennt — Svavar Kjarrval @ 01:08

Þann 6. nóvember kvað Hæstiréttur upp úrskurð er varðar þá liði sem var vísað frá fyrir Héraðsdómi 26. september sl. Felldi hann úr gildi frávísun héraðsdóms um staðfestingu á lögbanninu og lögðu þá fyrir héraðsdóm að halda áfram með þann hluta málsins.

Hins vegar var kröfu héraðsdóms um að óheimilt sé „að starfrækja vefsíðu, sambærilega vefsíðunni www.torrent.is, sem geri notendum hennar kleift að fá aðgang að og deila innbyrðis hljóð- og myndefni, sem umbjóðendur varnaraðila eiga höfundarétt að, án samþykkis rétthafa.“

Kröfum okkar um frávísun annarra hluta málsins var vísað frá Hæstarétti og því ekki tekið fyrir að þessu sinni. Hvor aðili fyrir sig á að bera sinn hluta kostnaðar vegna málsins fyrir Hæstarétti.

Ekki er því að neita að þessi úrskurður feli í sér einhvern ósigur fyrir Istorrent þar sem endanlegur dómur um staðfestingu lögbannsins fer ekki fram í þetta sinn. Við verðum því að bíða og sjá hvernig héraðsdómur og Hæstiréttur dæma í framhaldi af þessu.

1 Comment »

  1. Ég er ekki sáttur, verð að segja það…

    Comment by Dimon — 8 November 2008 @ 03:56

RSS feed for comments on this post.

Leave a comment

You must be logged in to post a comment.

Powered by WordPress