Istorrent bloggið Fréttir og ýmsar tilkynningar

26 September 2008

Dómsmálinu vísað frá að hluta

Filed under: Almennt — Svavar Kjarrval @ 04:11

Fyrr í dag var kveðinn upp úrskurður sem leiðir til þess að hlutar málsins eru á mismunandi stigum. Tveim dómkrafanna í málinu var vísað frá og hinar verða teknir fyrir í efnismeðferð hjá héraðsdómi. Sá hluti málsins sem enn er eftir hjá héraðsdómi mun bíða þar til örlög hins frávísaða hluta eru ljós. STEF hefur möguleika á því að kæra niðurstöðuna til Hæstaréttar og munu þá aðrir hlutar málsins bíða á meðan.

Hér eru dómkröfurnar:

 • Að viðurkennt verði með dómi að stefndu sé óheimilt að starfrækja vefsíðuna www.torrent.is eða aðra sambærilega vefsíðu sem gerir notendum hennar kleift að fá þar aðgang að og deila innbyrðis hljóð- og myndefni sem umbjóðendur stefnenda eiga höfundarrétt að án samþykkis rétthafa. Til vara að stefndu verði bannað með dómi að gera notendum vefsíðunnar www.torrent.is kleift að fá aðgang að og deila innbyrðis hljóð- og myndefni sem hefur að geyma tónlist sem umbjóðendur stefnenda eiga höfundarétt að án samþykkis rétthafa.
 • Að lögbann sem sýslumaðurinn í Hafnarfirði lagði þann 19. nóvember 2007, við því að stefndu starfræki vefsíðuna www.torrent.is sem gerir notendum hennar kleift að fá aðgang að og deila innbyrðis höfundarréttarvörðu hljóð- og myndefni sem umbjóðendur stefnenda eru rétthafar að verði staðfest með dómi.
 • Að viðurkennd verði bótaskylda stefndu.

Þær kröfur sem eru feitletraðar var vísað frá á meðan hinar verða teknar fyrir í efnismeðferð. Efnismeðferðin tefst samt þar til komið er í ljós hvort STEF kærir frávísunina eða ekki (sem þeir munu líklegast gera). Eftir að Hæstiréttur hefur sagt sitt mun vera haldið áfram með málið eins og það verður eftir afgreiðslu Hæstaréttar.

Fréttatilkynning send út í tilefni úrskurðarins.

Dómurinn sjálfur.

9 Comments »

 1. Áfangasigur

  Comment by PatriotX — 26 September 2008 @ 04:54

 2. Var ekki efstapartinum (sem að ekki er feitletraður nema 1 setning(“aðrasambærilegavefsíðu”)) vísað frá dómi líka?

  “Ú r s k u r ð a r o r ð :

  Vísað er frá dómi kröfu stefnanda, Samtaka tónskálda og eigenda flutningsréttar, um að viðurkennt verði að stefndu, Istorrent ehf. og Svavari Lútherssyni, sé óheimilt að starfrækja vefsíðu, sambærilega vefsíðunni http://www.torrent.is, sem geri notendum hennar kleift að fá þar aðgang að og deila innbyrðis hljóð- og myndefni sem umbjóðendur stefnanda eiga höfundarrétt að án samþykkis rétthafa.

  Kröfu stefnanda um staðfestingu lögbanns er vísað frá dómi.

  Að öðru leyti er frávísunarkröfu stefndu hafnað.

  Ákvörðun um málskostnað bíður dóms.

  Þorgeir Ingi Njálsson”

  Hvað stendur þá eftir?

  Comment by beatmaster — 26 September 2008 @ 10:53

 3. Efsta krafan var öll feitletruð en því var breytt þegar úrskurðarorðin voru lesin betur yfir. Fyrstnefndu dómkröfunni var eingöngu vísað frá hvað varðar sambærilega síðu en ekki http://www.torrent.is. Þetta þýðir að fyrstnefnda dómkrafan stendur fyrir utan þann part sem var feitletraður en honum var vísað frá.

  Comment by Svavar Kjarrval — 26 September 2008 @ 11:38

 4. Frábært!
  Þetta stefnir allt í góða hluti!

  Comment by Paper — 27 September 2008 @ 01:54

 5. Hvernig er það Svavar ert þú ekki með lán til að geta borgað þennan lögfræðikostnað? Ef svo hefur það þá ekki hækkað svoltið síðustu daga og með því hækkað kostnaðinn við þetta?

  Comment by Bosi — 8 October 2008 @ 02:48

 6. Er bara með óformleg lán frá gamla settinu til að geta borgað kostnaðinn. Verð samt auðvitað að borga þeim til baka, annað kemur ekki til greina af minni hálfu. Þau lán hafa auðvitað verið í íslenskum krónum svo að gengisbreytingar hafa ekki bein áhrif á upphæð lánanna.

  Jafnvel þótt ég hefði ekki notið þessara kjara og neyðst til að sækja í bankalán, þá hefði ég reynt að forðast það að taka erlend lán á meðan krónan var sterk á sínum tíma. Það mætti segja að ég hefði hugsað dæmið til enda áður en ég myndi stökkva á erlend lán.

  Comment by Svavar Kjarrval — 8 October 2008 @ 03:50

 7. Jæja. Er þessi vika ekki liðin? Sem STEF höfðu til að kæra til hæstaréttar?
  Og gerðu þeir það?

  Comment by HlynurH — 8 October 2008 @ 07:09

 8. Þeir hafa 2 vikur til að kæra úrskurðinn en ég hef ekki fengið neinar tilkynningar um hvort þeir hafi gert það eða hvort þeir ætli sér að gera það. Þeir hafa til og með næsta föstudag til að kæra úrskurðinn. Upplýsingar um hvort þeir kærðu úrskurðinn ættu að liggja fyrir í seinasta lagi næsta mánudag.

  Comment by Svavar Kjarrval — 8 October 2008 @ 07:22

 9. I smell victory 🙂

  Comment by giantinn — 8 October 2008 @ 07:28

RSS feed for comments on this post.

Leave a comment

You must be logged in to post a comment.

Powered by WordPress