Istorrent bloggið Fréttir og ýmsar tilkynningar

22 September 2008

Staðan í málinu og annað

Filed under: Almennt — Svavar Kjarrval @ 05:32

Þegar þetta er skrifað liggur ekki fyrir úrskurður dómara í málinu þótt það séu liðnar nær þrjár vikur frá því málflutningur um frávísun fór fram þann 3. september sl. Það kæmi varla á óvart ef hann yrði birtur í þessari viku svo það er lítið annað hægt að gera en að bíða. Hann verður birtur hér þegar hann hefur verið kveðinn upp.

Málið getur verið flókið í augum þeirra sem hafa ekki fylgst mikið með því og er það efni í heila ritgerð. Útkomur málsins geta verið margar og sömuleiðis margar mismunandi leiðir að hverri þeirra. Ef héraðsdómur samþykkir frávísunarkröfuna yrði málinu vísað frá þar í bæ. STEF hefði þá eina viku til að áfrýja úrskurðinum til Hæstaréttar sem þeir myndu líklegast gera. Ef Hæstiréttur yrði jafnlengi og seinast að kveða upp úrskurð og staðfestir frávísunina er möguleiki að málinu ljúki á næstu 6-8 vikum. Þessi niðurstaða er sú sneggsta sem mér datt í hug fyrir utan þann möguleika að annar hvor aðilinn láti undan fyrir þann tíma. Væntanlegur úrskurður héraðsdóms mun því hafa mikil áhrif á tímalengd lögbannsins.

Til að svara þeim orðrómum um að Istorrent sé að opna aftur eða sé það nú þegar, þá er ekki hægt að staðfesta slíkt. Vefurinn verður áfram lokaður í það minnsta þar til lögbanninu hefur verið aflétt. Hvort hann opni eftir að því lýkur verður ákveðið þegar sú stund kemur upp. Istorrent er ekki að standa í rekstri á öðrum BitTorrent vefum á eigin vegum eða í samstarfi við aðra og er ekki séð fram á að svo verði á meðan lögbannið er í gildi. Starfsemi Istorrents fer fram undir lénunum torrent.is og istorrent.is og yrðu breytingar á því fyrirkomulagi tilkynntar hér. Þessum orðrómum er því hér með hafnað.

Fjárhagsstaða Istorrents er er ekki hin besta þessa stundina og hefur því miður lítið komið inn seinustu mánuðina. Þeir sem eru svo heppnir að hafa efni á að láta fé af hendi rakna til Istorrents á þessum krepputíma eru beðnir um að íhuga það. Lögfræðikostnaðurinn sem liggur fyrir er gríðarlegur eins og kemur fram í fyrri færslu. Upplýsingar um hvernig eigi að millifæra eru á haus bloggsíðunnar. Einnig er hægt að senda féð nafnlaust til:
Istorrent
Pósthólf 125
222 Hafnarfirði

E.S. Þeir sem sjá um Deilt.net eru vinsamlegast beðnir um að hætta að beina fólki á netfangið torrent@torrent.is þar sem Istorrent sér ekki um notendaaðstoð fyrir Deilt.net.

4 Comments »

 1. Hmmm. Ég er einn af þeim sem sjá um Deilt.net. Ég fór í gegnum nánast alla síðuna og fann aldrei neitt sem beinir fólki á þetta netfang.
  En ég vona svo sannarlega að þið vinnið!

  Comment by HlynurH — 22 September 2008 @ 02:12

 2. Nafn Istorrent og e-mail þess má finna á mjög mörgum stöðum inn á deilt.net
  http://deilt.net/faq.php
  http://deilt.net/rules.php
  http://deilt.net/veftre.php

  Þetta var nú bara með nokkurra mínútna yfirferð.
  Gæti vel trúað því að þetta sé samt á fleiri stöðum. Annars væri hægt að framkvæma leit í öllum php skjölunum, man ekki nákvæmlega hvernig það er nú gert, en mig minnir að ágætis leiðbeiningar hafi fylgt Istorrent kóðaútgáfunni á sínum tíma.

  Comment by Lingurinn — 22 September 2008 @ 09:21

 3. http://deilt.net/recover.php

  Comment by fimman — 22 September 2008 @ 09:48

 4. Þetta kerfi er svo mikil klessa…
  Ef það þarf að replacea eitthvað þá þarf maður að þræða kerfið í gegn…

  Annars er ég bara að dissa kerfið, ekki síðuna 🙂
  Skil ekki hvernig þú nenntir að halda þessu gangandi en ég styð þig alla leið 😉

  Comment by Dimon — 24 September 2008 @ 07:16

RSS feed for comments on this post.

Leave a comment

You must be logged in to post a comment.

Powered by WordPress