Istorrent bloggið Fréttir og ýmsar tilkynningar

7 January 2008

Hugmyndabankinn

Filed under: Almennt — Svavar Kjarrval @ 06:23

Þessi þráður er tileinkaður þeim breytingum sem notendur vilja sjá á torrent.is þegar vefurinn kemur aftur upp. Fyrst að vefurinn verður niðri í einhvern tíma, þá er hægt að grípa tækifærið og framkvæma miklar breytingar. Sumar þeirra hafa verið einstaklega erfiðar og ekki mikil hvatning til þess að framkvæma þær áður þar sem fyrrnefndar breytingar myndi orsaka of langan niðritíma á meðan. Fyrst að sá niðritími er hvort sem er í gangi gegn vilja okkar, þá væri eigi svo vitlaust að framkvæma eitthvað af því sem hefur beðið lengi vegna þessa. Ykkur er því frjálst að benda á hluti sem þið viljið að verði lagaðir á meðan lögbanninu stendur.

Því miður er ekki hægt að lofa því að allt verði framkvæmt eða að hve miklu leyti en allar tillögur verða þó íhugaðar. Hafi einhver tillögur sem myndu leiða til stórvægilegra stefnubreytinga eða sem inniheldur mikla hugmyndafræði er hægt að mæla mót við fulltrúa Istorrents með því að senda tölvupóst á torrent@torrent.is. Vinsamlegast nefnið í hverju tillagan felst í meginatriðum.

22 Comments »

  1. Ertu með einhvern lista yfir þá hluti sem hafa þegar verið nefndir til íhugunar?

    Comment by BizNiz — 7 January 2008 @ 07:24

  2. Já, það er til stuttur listi en þó ekki tæmandi. Þar sem ekki er hægt að lofa því hvað verður framkvæmt og hvað ekki, þá tel ég það fyrir bestu að birta hann ekki.

    Comment by admin — 7 January 2008 @ 10:24

  3. Ég væri til í svona boðssíðu eins og IceTorrent var með aðeins undir lokin.
    Svo væri ég líka til í að leyfa innsendurum að sjá hverjir eru að deila og sækja torrentið sitt og hverjir hafa sótt torrentið sitt, svo að hægt sé að sjá hverjir eru “Hit&Runners”.
    Þetta er allt sem mér dettur í hug núna. Kem örugglega með e-ð meira seinna.

    Kv.
    Egill

    Comment by Egill100 — 8 January 2008 @ 07:34

  4. setja spilaviti thad yrdi gedveikt. Og svo svona eikkern serstakann macca thrad inn thar sem haegt væri ad segja frettir og fleira nytilegt. 😉

    Og ad lokum ekki svona strangar reglur vardandi innihald. Personulega er mer alveg sama um uppruna innihalds og a eg tha vid ad hafa lysinguna i adalatridum en ekki AUKA atridum

    Comment by ArnarM — 9 January 2008 @ 12:39

  5. Þægilegra og flottara notendaviðmót.

    Og einfaldara innsendingarform, eitthvað svipað DCi kerfinu, þar sem maður velur flokk og allt það og þú færð uppfyllingarform þar sem þú fyllir upp í allan andskotan af upplýsingum (þó það sé aðeins valmöguleiki fyrir þá sem eru ekki jafn langt komnir). Myndi auðvelda framfylgingu reglna varðandi lýsingar mikið.

    Svo smá rugl til að virðast “löglegri”: Hafa kannski meiri svona youtube fíling, þá meina ég meira community, þar sem þið hafið kannski “featured torrents” þar sem valin eru lögleg torrent og þau sýnd á forsíðu. Þegar ég meina “youtube fíling” þá er ég að tala um að að þrátt fyrir það að þú finnur allan andskotan af þáttum og höfundarréttarvörðu efni á youtube þá er sá vefur samt í augum almennings staður þar sem fólk video-bloggar og setur inn sitt efni og sínar stuttmyndir (það er gay, en það virkar). Og hafa líka kannski meiri myspace fílíng í prófílum hjá fólki, þannig vinir manns eru meira áberandi, maður getur sett inn fleiri upplýsingar um sjálfan sig og kannski bloggað og haft sitt eigið útlit á prófílnum sínum.

    Þriðji punkturinn eru bara skot út í loftið til að efla samfélagið á bakvið istorrent, það sem ég vil þó helst sjá breytast eru fyrstu tveir punktarnir sem ég nefndi.

    Bestu kveðjur,
    Rusty

    Comment by Rusty — 9 January 2008 @ 02:09

  6. Viltu breyta Istorrent í bloggsíðu?

    Comment by Egill100 — 9 January 2008 @ 08:17

  7. nei thetta er adeins til thess ad gefa upplysingar um gang torrent malsins og hvenair sidan kemur upp

    Comment by ArnarM — 9 January 2008 @ 11:41

  8. Já, ég er ekki ekki að tala um þetta.
    Ég er að tala um það sem Rusty sagði.

    Comment by Egill100 — 9 January 2008 @ 02:47

  9. Egill100 nei ekki að breyta istorrent í blog síðu, en bjóða upp á blog fítus fyrir notendur.

    Comment by Rusty — 9 January 2008 @ 11:25

  10. getað fylgst með þáttarröð (fái tilkinningu um nýjan þátt)
    hægt væri að nota rss kerfi eða einfaldlega bara email bot

    og síðan væri ég til í að getað séð preview án þess að þurfa að dla í gegnum torrent forrit, svona videoweb player (youtube spilarinn etc), þá til að getað séð gæðin. það væri best í heimi ef notandinn þyrfti ekki að hafa fyrir því að uploada auka video fyrir preview dæmið, heldur að það “síðan” myndi sjá um það

    botnar einhver eitthvað í þessu ?

    Comment by kubbur — 10 January 2008 @ 12:46

  11. Mér er eginlega alveg sama hvað þið gerið, ég bara vill fá IsTorrent aftur sama hvað það kostar.
    ég þoli ekki TVB, óþolandi síða

    Comment by ColaDrinker — 11 January 2008 @ 09:43

  12. Ég væri líka til í að þið opnuðuð síðuna fyrir útlendingum 🙂
    Þetta er bara uppástunga, skil vel ef þið viljið þetta ekki útaf SMÁÍS, MIAA og því öllu 😉

    Comment by Egill100 — 11 January 2008 @ 11:13

  13. Ef þeir opna fyrir útlendinga er þetta ekki lengur innlent download

    Comment by hakon — 12 January 2008 @ 01:32

  14. já, ég veit.

    Comment by Egill100 — 12 January 2008 @ 01:06

  15. Alls ekki opna síðuna fyrir útlendingum, er frekar pirrandi hvað það er mikið erlent niðurhal á tvb.

    Comment by HAwk — 12 January 2008 @ 01:44

  16. Kubbur…

    Ef svona VideoPrewive væri notað, þá þurfti að uplaoda brotum úr myndunum inn á Istorrent og það sjálft er KolÓlöglegt! Ástæðan fyrir því hversu lengi Istorrent er búið að lifa er sú að skrárnar eru ekki vistaðar á vefjnum sjálfum heldur eru notendurnir sjálfir að standa í þessu.

    Comment by Hordur10 — 12 January 2008 @ 11:56

  17. Dæmi: Þú ert sá fyrsti sem hefur sótt nýjasta Simpsons þáttinn og vilt setja hann inn á síðuna. Í stað þess að skrifa nafnið á skránni sjálfur þá velur þú í Drop-Down lista valmöguleikann “Simpsons”, þar getur þú svo valið 1×01 upp í 19×10 eða hvað þeir eru orðnir margir núna…

    Sama myndi gilda með alla þessa helstu þætti sem fólk sendir inn. Svo þegar fólk vill leita, ef það vantar einn þátt í safnið eða kannski þátt 5-10 í 17. seríu þá gætu þau leitað að simpsons þáttum, hakað við í viðeigandi box og leitarvélin birtir þau torrent sem eru merkt þannig.

    Gallar: Ekki er hægt að setja í nafnið á torrentinu gæðin á þættinum; XVid og Cam og hvað þetta nú heitir…
    Kostir: Rosalega rosalega auðvelt að leita að vinsælasta efninu, þetta gæti meira að segja virkað með bíómyndir

    Comment by Birkir — 13 January 2008 @ 12:43

  18. Er það samt bara ekki málið að hafa þetta einfalt og svona á venjulegu nótunum. Enga vitleysu. Ekkert of flókið bara einfalt og nóg af deilimagni. En væri nú samt alveg til í að fá spilavíti inn og sérstakan MAC þráð 😀

    Comment by ArnarM — 13 January 2008 @ 05:53

  19. Birkir þessir gallar sem þú nefndir, væri ekki hægt að hafa sér glugga þar sem þú setur inn custom fyrirsögn sem myndi þá birtast fyrir aftan þá stöðluðu?

    Comment by Rusty — 13 January 2008 @ 08:06

  20. Ég myndi vilja sjá góða leitarvél eins og t.d. Xapian (http://xapian.org) nothæfða.
    Það performar örugglega betur en MySQL textaleit og er auk þess mun þægilegra fyrir notendur þar sem að þá færi leitin actually að skila einhverjum niðurstöðum sem gagn er af.

    Comment by halldor89 — 15 January 2008 @ 05:10

  21. sæll

    Hvernig væri að breyta í gamla útlitið og hvernig væri ef þú gætir fengið kóðan á TV.com lýsingarnar.

    Það er gott fyrir þá sem að eru að senda inn nýjustu þættina.

    En gangi þér vel með að koma Istorrent upp aftur.

    Comment by LengilifiIstorrent — 25 January 2008 @ 09:56

  22. Ég legg til að lýsingareglunum verði fækkað. Endilega gefið ykkar álit;) http://snappoll.com/poll/247221.php .

    Svo finnst mér að það ætti að koma aftur með gamla útlitið, og setja inn IMBD og TV kerfi, finnur það á TBdev 😉 .

    Takk fyrir,
    Opes

    Comment by Opes — 25 January 2008 @ 05:50

RSS feed for comments on this post.

Leave a comment

You must be logged in to post a comment.

Powered by WordPress