Istorrent bloggið Fréttir og ýmsar tilkynningar

11 April 2008

Ekki mikill peningur hér

Filed under: Almennt — Svavar Kjarrval @ 02:37

Ég verð því miður að nefna að ég er frekar vonbrugðinn með skort á gjafmildi almennings í þágu málstaðar Istorrents. Held ég að þetta megi rekja til hins íslenska gens þar sem ein manneskja er látin leiða baráttuna en síðan hverfa allir hinir þegar reynir á og fórnin er skilin eftir svo hrægammarnir geti étið hana. Margir eru sammála því hversu fáránlegt þetta lögbann er en því miður er lítið gert til að hjálpa til í baráttunni. Sem betur fer eru þó ekki allir svoleiðis þar sem nokkrar hetjur hafa verið að leggja inn á styrktarreikninginn en því miður eru ekki nógu margir sem eru að styrkja. Sumir hefðu líklegast viljað styrkja málstaðinn en gátu það ekki vegna efnahagslegra vandamála en þær ástæður eru skiljanlegar.

Án þess að vilja hljóma eins og monthani, þá hef ég verið að gera helling fyrir þetta samfélag áhugamanna um frjáls skráarskipti. Nú er staðan þannig að lögfræðikostnaðurinn, bara fyrir vörnina, er kominn upp í um þrjár milljónir króna. Ef málið tapast þarf ég þar að auki að greiða stefnendum málskostnaðinn þeirra og mögulega greiða skaðabætur. Þetta er ekki eitthvað sem ég hef efni á að greiða einn, tveir og þrír og gæti ég jafnvel lent í gjaldþroti ef illa horfir. Nú vona ég að lesendur skilji að þetta er gríðarleg fjárhagsleg áhætta sem ég er að fara út í… fyrir ykkur! Ef ég hefði eingöngu hugsað um sjálfan mig væri ég löngu búinn að fara út í aðgerðir til að losna úr þessu máli á annan hátt eða gera það ódýrara í flutningi. Hins vegar gerði ég það ekki þar sem mér er nógu annt um jafningjanetasamfélagið til að halda áfram á þessari braut og af þeirri staðfestu sem ég hef sýnt. Þetta er ekki eingöngu fyrir mig, heldur samfélagið í heild sinni. Ef málið tapast gætu komið nokkuð slæm fordæmi í dómskerfinu.

Sumir virðast halda að ég sé þegar kominn með þessa hálfu milljón til að bæta upp tapið en svo er ekki. Hvort hún er greidd eða ekki fer eftir því hvernig áfrýjunin fer fyrir Hæstarétti. Sú fjárhæð er felld niður ef úrskurðirinn um frávísun er dæmdur ógildur og þá missi ég af þessari niðurgreiðslu á hinum raunverulega málskostnaði. Í sanni séð hafa eingöngu safnast rétt yfir 100 þúsund krónur frá almenningi. Þessi upphæð er auðvitað há fyrir venjulegan launamann en eingöngu um 1/30 af þeim kostnaði sem þegar hefur farið í vörn málsins. Þetta mál er ekkert grín fyrir aðila sem hafa ekki mikið milli handanna. Ótalinn er kostnaður málsins fyrir Hæstarétti.

Þrátt fyrir ofangreint, þá veit ég að starfsemi vefsins er ekki ólögleg. Þó er auðvitað einhver óvissa þar sem það er mikið af lagalegum atriðum sem hefur ekki reynt á áður fyrir rétti og það er ekki hægt að segja án efa að Istorrent vinni málið þar sem það er betra að vera varkár frekar en að neita því alfarið að önnur niðurstaða sé möguleg. Ég hef þó mikla trú á því að réttlátt dómskerfi sýkni mig af öllum kröfum rétthafasamtakanna ef við fáum nógu gott tækifæri til að kynna okkar mál fyrir dómstólum.

Einnig er ég leiður yfir því að sumir aðilar segjast vera alveg sama hvernig málið fer því þeir eru komnir á önnur jafningjanet. Eina ástæðan fyrir því að rétthafasamtökin hafa ekki enn kært önnur jafningjanet er einmitt vegna Istorrent-málsins þar sem samtökin vilja fyrst sjá hvernig það mál fer. Síðan munu þau meta stöðuna og sjá hvort það borgi sig að ráðast á önnur jafningjanet. Feluleikur með nafnleysi mun seint verja stjórnendur og eigendur jafningjaneta sem nýta sér þá aðferð til að komast hjá málsókn. Persónulega myndi ég telja það betra ef að allir notendur jafningjaneta sameinist í þessu máli og hindri helförina áður en hún byrjar frekar en eftir á. Hvernig munu þessir sömu aðilar bregðast við þegar þeir gera sér grein fyrir þessu? Ekki vel, myndi ég halda.

Það er ekki skemmtilegt að koma með svona ræðu en ég taldi hana nauðsynlega svo að almenningur geri sér grein fyrir þeim fórnum sem eru í gangi. Ég er ekki sá eini sem stendur í fórnum vegna þessa máls og vil ég þakka öllum sem hafa lagt hönd á plóginn. Þeir aðilar eru þó af skornum skammti og lítill hluti þess fjölda sem notfærði sér torrent.is áður. Hvert hafa þeir notendur flúið?

Þeir sem vilja hjálpa til geta lagt það sem þeir mega missa inn á styrktarreikninginn (auglýstur efst á síðunni) og hvatt aðra til að gera slíkt hið sama. Ef einhver veit um aðrar góðar aðferðir til að styrkja málstaðinn, endilega hafa samband við mig í síma 863-9900. Sameinuð stöndum vér og sundruð föllum vér.

17 Comments »

  1. Vissi ekki að staðan væri svona slæm. Drattaðist því loksins til að henda smá aur í málstaðinn.

    Ekki stanna!

    Comment by tharfagreinir — 11 April 2008 @ 03:15

  2. Ég hef tvisvar losað mig við það sem ég hef átt eftir af laununum inn á reikning Istorrent og stóð reyndar fyrir söfnun, sem var þó frekar dræm þáttaka í.

    En ég hvet samt sem áður alla aðra til að gefa eitthvað af sér. Það er ekkert grín að vera á tvítugsaldri og fá það allt í einu í andlitið á sér að maður skuldar rúmar 6 milljónir eftir tapað dómsmál (geri ég þá ráð fyrir því að málskostnaður Smáís sé svipaður og Istorrents).

    Svo tökum öll saman og styðjum Svavar.

    Áfram Istorrent!

    Comment by Hordur10 — 11 April 2008 @ 10:11

  3. 5000 krónur frá mér, ekkert að þakka 😉

    Comment by ColaDrinker — 12 April 2008 @ 08:54

  4. 6000 np 🙂

    Comment by fimman — 13 April 2008 @ 05:33

  5. Vá vissi ekki að þetta væri svona slæmt og að ekki hærri upphæð væri komin frá almenningi. Hefði millifært á þig vissi ég að staðan væri svona slæm en þú færð pottþétt millifærslu frá mér næstu mánaðmót 😉

    Hvet svo alla að hugsa ekki “Hann fær sent frá einhverjum öðrum” og láta verða að því að leggja einhverja upphæð, smá sem háa – Það telst allt í endann.

    Gangi þér vel í þessu öllu Svavar og takk fyrir að leggja þetta á þig fyrir ekki bara þig sjálfan heldur allt netfólk íslands 😀

    Comment by Arnarz — 13 April 2008 @ 07:42

  6. Mér var ekki sama en mér finnst fáránlegt hjá þér að lýsa yfir vonbrigðum á almenningi WTF er ekki í lagi?

    það er fólk hér sem er að leggja hérna inná þig af fúsum og frjálsum vilja og þú ert bara með leiðindi.

    held ég haldi bara að ég haldi mig við erlent sama hvernig fer….

    Jóhannes

    Comment by Johannes — 14 April 2008 @ 10:57

  7. helt hann ekki uppi torrent síðu í 2ár frítt?

    Comment by fimman — 15 April 2008 @ 07:43

  8. Ég biðst afsökunar á að hafa ekki borgað neitt fyrr en nú.

    Comment by bwibbwz — 15 April 2008 @ 08:48

  9. Okay, ég held ég verði að vera sammála þér.

    Ég ætla persónulega að sjá hvað verður mikið eftir af peningnum mínum um mánaðarmótin (vona að þú skiljir að ég verð að sjá stöðuna þá því annars gæti ég bókstaflega lent í skítnum sjálfur :)) og láta af hendi rakna því sem ég get, svo endurtek ég leikinn næstu mánaðarmót.

    En væri samt ekki ótrúlega kaldhæðin hugmynd að halda styrktartónleika ?

    Comment by Unnarg — 17 April 2008 @ 01:32

  10. Ég hafði mikla samúð með þér þangað til að ég las við þig viðtal þar sem þú viðurkenndir að hafa mörg hundruð þúsund krónur á mánuð í “laun” fyrir að reka istorrent síðuna. Síðan sagðir þú það vera lág laun! Ég væri nú alveg til í að hafa meira en þrjú hundruð þúsund á mánuði fyrir að stunda áhugamálið mitt. Svo er ekki eins og þú sért að borga leigu heldur, eins og kom fram í viðtalinu, og kannski ekki einusinni mat þar sem þú býrð heima.

    Hvert fór allur þessi peningur? Ef ekkert er eftir – sérðu þá ekki eftir því að spandera margföldum lágmarkslaunum almennings á mánuði núna þegar þig vantar virkilega pening?

    Þetta er ekki meint illa, bara smá áminning til þín um að þetta var ekki einhver sjálfboðavinna hjá þér.

    Comment by Gunnar_H — 17 April 2008 @ 08:16

  11. Það er of algengur misskilningur að ég hafi verið að græða á þessu. En ég gaf það aldrei til kynna að ég teldi launin mín lág miðað við mínar þarfir en þau eru líklegast lág miðað við framkvæmdastjóralaun hjá öðrum fyrirtækjum og þetta voru lágmarkslaunin sem ég ætti að taka fyrir að mati endurskoðandans.

    Ég hef aldrei fengið greidd full laun svo að orðrómur þinn um að ég hafi verið að spandera peningum er ósannur. Allir sem þekkja mig náið vita að ég lifi ekkert hátt og hef aldrei getað það vegna fjárskorts. Yngsti og dýrasti bíllinn sem ég á er frá 1998 sem ég fékk fyrir 150 þúsund krónur. Myndir þú kalla það að lifa hátt? Síðan var þetta ekki almenningsfé eins og þú nefnir sem væri enn ein rangfærslan hjá þér.

    Varðandi að borga aldrei leigu eða mat. Eins og ég útskýrði fyrir blaðamanninum sem tók þetta sama viðtal, þá þarf ég einhvern tímann að flytja út úr húsi! Það er varla hægt að búast við því af mér að lifa hjá foreldrunum þar til ég fer á ellilaun, er það nokkuð? Reiði blaðamannsins gagnvart mér sást svo greinilega á skrifunum að það var augljóst að hann var ekki að ræða málin á hlutlausu nótunum og taka ætti skrifum hans með miklum fyrirvara um ósanngirni.

    Comment by Svavar Kjarrval — 17 April 2008 @ 08:46

  12. Sæll Svavar,

    Langar að skjóta smá skoti hingað inn, þar sem ég tel mig þekkja rekstur fyrirbæris líkt og IsTorrent. En ég ásamt hópi félaga komum á fót dci á sínum tíma, sem byrjaði með 80 notendum og stækkaði líkt og flestir vita í 3500 notendur.

    Til að byrja með þá var ég kem 6 vélar sem ég rak sjálfur í litlu herbergi undir Valhöll, á 512KB tenginu. Á þessum tíma voru u.þ.b 80-90 notendur á hub sem hét Valhöll. Eins og sjá má vissu fáir, nánast engin maður af þessum hub á þeim tíma. Erlent niðurhal var dýrt og ég sá mér tækifæri á að stækka hubbinn en frekar.

    Ég tel þetta upp, því ég gerði mér ljóst að þarna væri hlutur á ferðinni sem ég vissi að væri dýr (tímarnir þá aðalega) og viðkomandi hlutur væri á gráu svæði hvað varðar lögin, um það er ekki deilt.

    Ákvað þó að opna vefinn http://www.dci.is – sem stóð í all nokkurn tíma, hubbinn stækkaði og umfjöllun hófst ásamt því að nýjir aðilar og hubbar bættust inn í hópinn án þess að fara í smá atriðin. Það barst í tal á milli manna að selja augl. og annað slíkt á svæðinu til þess að greiða þann kostnað sem hlaust af, en á móti kom stór þáttur sem “að mér finnst” þú hafa gert kolrangt. Þ.e.a.s með peningum koma vandamál, þá sérstaklega á svæði sem er lagalega á gráu svæði. Byrting bókhalds og annað slíkt á torrent vef er fyrir mér út úr korti – þetta er grátt svæði og menn sem halda uppi vefsíðum eða veitum sem bjóða upp á p2p þjónustur verða að skilja að þeir fái ekkert – ekkert – til baka.

    Það má deila fram og aftur hvort þetta sé löglegt eða ekki löglegt, en þegar menn halda úti torrent vef eða direct connect hýsingum eða hvað það nú er þá verður þú að horfast í augu við að þetta er P2P.

    Þetta er mín skoðun á þetta mál, og mér finnst svolítið súrt hvernig þetta fór – en þá er spurningin aftur á móti, varstu ekki að nudda þessu framan í þessa menn með því að gera þetta að “fyrirtæki” ? Ísland er lítið, og við fengum gott fordæmi með Ásgarðs málið sem dæmt var í um daginn hvað Íslenskt réttarkerfi er svart – afhverju þarf annað mál til þess að sanna það ?

    Ég stend örlítið á gati með hvernig þessu var háttað á torrent.is og gapti þegar ég sá bókhaldsupplistun frá torrent vefsíðu. “meikar ekkert sense”.

    En þetta er komið í leiðinlegan veg með þetta mál, ég vona að þér gangi vel með þetta, þetta er bölvun og sannar enn einu sinni hversu vitlaust réttarkerfið okkar er, gamladags ef einhvað er sagt.

    Over and Out!

    Comment by Agust Gudbjornsson — 18 April 2008 @ 05:07

  13. 2500kr 🙂

    Comment by adie5 — 24 April 2008 @ 08:19

  14. Hvernig er staðan núna? =)

    Comment by Daudinn — 5 May 2008 @ 06:56

  15. Sorry hvað ég var lengi að svara, en þú virðist eitthvað hafa misskilið fyrra innlegg mitt, Svavar.

    Í fyrsta lagi sagði ég ekki aukatekið orð um almannafé, hvað þá var ég að ég er bara að benda þér á að 300 þúsund kallinn eða hvað það var sem þú sagðist hafa fengið á mánuði eru MJÖG góð laun fyrir hinn almenna mann í landinu. That’s all I was saying – þú varst að fá slatta af pening í vasann ef þú varst að segja blaðamanninum rétt frá.

    Hvort sem þú telur þig lifa hátt eða ekki og hvað sem framtíðin ber í skauti sér þá breytir það ekki þeirri staðreynd að flestir Íslendingar væru himinlifandi með að fá 300 þúsund kall á mánuði og þurfa EKKI að borga leigu eða annað uppihald! Það myndi líklega þrefalda ráðstöfunartekjur margra jafnvel háskólamenntaðra einstaklinga ef þannig stæði á hjá þeim.

    Það er eina ástæðan fyrir því að ég furða mig á því hvað þú ert allt í einu blankur. Þú eyðir ekki í neitt, sagðist hafa verið með laun langt yfir meðallagi miðað við flesta en ekki virðist hafa verið mikið eftir í kassanum þegar kom að þessu máli um daginn.

    Ég vona að þú vinnir og stend svo sannarlega með þér að því leiti, mér blöskrar bara að þú skulir allt í einu líta á það sem svo að þú hafir verið svikin af fólki sem þú varst að þjónusta af góðmennskunni einni.

    Þú hafðir fínar tekjur af þessu, lítil útgjöld miðað við flesta, en enginn er peningurinn eftir. Skilurðu ekki hvað það er skrítið fyrir okkur að fá slíkar upplýsingar og vera síðan beðin um að senda þér aur? Ég myndi hafa löngu sennt þér eitthvað ef þetta væri ekki svona mysterious með þessi fjármál.

    Comment by Gunnar_H — 8 May 2008 @ 05:45

  16. Það væri nú gaman að fá link á þessa blaðagrein sem þú talar svo mikið um, Gunnar.

    Comment by elvar92 — 8 May 2008 @ 05:52

  17. download

    Ekki mikill peningur hér

    Trackback by download — 16 March 2019 @ 02:10

RSS feed for comments on this post.

Leave a comment

You must be logged in to post a comment.

Powered by WordPress