Istorrent bloggið Fréttir og ýmsar tilkynningar

1 April 2008

Aprílgabb Istorrents

Filed under: Almennt — Svavar Kjarrval @ 11:37

Fyrri fréttin sem send var hingað í nótt var auðvitað gabb. Í stað þess að fara gömlu leiðina og láta fólk hlaupa 1. apríl með því að fara á einhvern stað í ‘alvöru veröldinni’ var það gert rafrænt með því að láta fólk senda tölvupóst til Istorrents. 3 ónefndir einstaklingar bitu á agnið og sendu yfirlýsingu þess efnis að þeir mótmæltu yfirtöku gagnanna og hlupu því 1. apríl. Sumir ákváðu að nota aðrar samskiptaleiðir til að spyrja hvort það væri aprílgabb eða ekki. Til að forðast að hafa of mikinn trúverðugleika í fréttinni var ákveðið að bæta við sérstakri yfirlýsingu frá Snæbirni sem var í raun bara tenging á lagið ‘Never gonna give you up’ með Rick Astley en þeir sem trúðu því voru Rickrollaðir.

Þetta gabb var ekki sérlega gott þegar kemur að því að hlaupa fyrsta apríl en við reynum betur 1. apríl 2009 þegar vefurinn verður kominn á fullt aftur. Þeir sem koma við á Borgartúni 25 1. apríl 2009 kl. 18:00 fá 1 TB harðan disk að gjöf frá Istorrent (á meðan birgðir endast).

Þeir hjá The Pirate Bay voru þó heppnari og voru í betri aðstöðu til að gabbast í fólki þar sem þeir nefndu að þeir hefðu flutt höfuðstöðvar sínar til Sinai eyðimerkurinnar í Egyptalandi vegna breytinga á sænsku höfundalögum.

No Comments »

No comments yet.

RSS feed for comments on this post.

Leave a comment

You must be logged in to post a comment.

Powered by WordPress