Rétthafasamtök hefja aðgerðir gegn Istorrent

Fyrr í nótt hófust aðgerðir af hálfu rétthafasamtakanna á höfuðstöðvar Istorrents að Borgartúni 25 og var greinilegt að samtökin voru ekki ánægð með frávísun máls þeirra gegn torrent.is í seinustu viku. Kl. 02:05 hófst vopnuð innrás af fullum krafti þegar 12 manna sérsveit ruddist inn í bygginguna stuttu eftir að næturvörður hennar hafði sett þjófavarnarkerfið í gang. Náðu samtökin því að flytja á brott öll tölvugögn sem Istorrent hafði undir höndum fyrir utan þetta blogg þar sem það var hýst annars staðar. Eru samtökin í áframhaldi aðgerðanna að vinna að því að koma þessum gögnum fyrir í næstu málaferlum sínum við notendur vefsins. Samtökunum hafa þó yfirsést persónuverndarlög þar sem kveðið er á að gögn er varði þriðja aðila eru ónothæf fyrir rétti ef hann mótmælir yfirtöku þeirra sama dag og gögnin skiptast um hendur, að öðrum kosti er ekki hægt að mótmæla gildi þeirra síðar.

Istorrent hefur boðist til þess að halda utan um alla þá aðila sem vilja mótmæla þessari yfirtöku. Það eina sem þeir þurfa að gera er að senda tölvupóst á torrent@torrent.is og láta þar fylgja fullt nafn sitt og yfirlýsingu um að yfirtöku gagnanna sé mótmælt.

Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri SMÁÍS, sendi tilkynningu á YouTube til forsvarsmanna Istorrents þar sem hann nefnir að þeim þótti leitt að þurfa að gera þetta en ítrekar nauðsyn aðgerðanna af hálfu rétthafasamtakanna.

7 Responses to “Rétthafasamtök hefja aðgerðir gegn Istorrent”

  1. elvar92 says:

    – .-

  2. logikri says:

    oki ég held svo mikið að þetta sé 1.apríl djók:/

  3. Þú mátt trúa því sem þú vilt.

  4. logikri says:

    haha takk:*

  5. hemmikall2 says:

    þetta getur vel verið en ef svo er þá er smáís að þverbrjóta reglur nema að þeir hafi verið með leitarheimild xD

  6. […] Istorrent bloggið Fréttir og ýmsar tilkynningar – Styrkir: Reikn. 0135-26-072153 kt. 670807-2150 « Rétthafasamtök hefja aðgerðir gegn Istorrent […]

  7. Rusty says:

    Happy Rick Astley Day!

Leave a Reply

You must be logged in to post a comment.