Istorrent bloggið Fréttir og ýmsar tilkynningar

27 March 2008

Úrskurður í Istorrent-málinu

Filed under: Almennt — Svavar Kjarrval @ 05:25

Rétt áðan kl. 15:50 var lesinn upp úrskurður í Istorrent-málinu fyrir Héraðsdómi Reykjaness. Í stað þess að kveða beint upp um sekt eða sýknu var ákveðið að vísa málinu frá. Kom hann mér mjög á óvart og sömuleiðis stefnendum í málinu. Voru stefnendur nokkuð vonsviknir yfir þessari ákvörðun réttarins og er talið líklegt að þeir munu áfrýja frávísuninni til Hæstaréttar. Það sást á Snæbirni Steingrímssyni að hann var mjög áhyggjufullur vegna þessa dóms. Úrskurðinn má lesa í heild sinni á vef Héraðsdóms Reykjaness.

Sumir munu að öllum líkindum forvitnast hvenær vefurinn opnar aftur en það er óvíst þar sem endanlegur úrskurður hefur ekki fallið í málinu að þessu sinni. Lögbannið er því enn í gildi. Það verður fjallað um mögulega lengd þess í seinni færslu.

Ástæður fyrir frávísun voru byggðar á lögum 30/2002 um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu. Í úrskurðinum stendur meðal annars:
“Í almennum athugasemdum sem fylgdu frumvarpi því er varð að lögum nr. 30/2002 er þó tekið fram að þjónusta sem ekki er veitt gegn endur­­gjaldi frá þjónustuþega geti fallið undir hugtakið, enda feli hún í sér atvinnu­starfsemi. Þannig geti þjónusta, sem feli í sér upplýsingagjöf sem fjármögnuð er með auglýsingum, fallið undir hugtakið. Einnig geti þjónusta sem felst í leit að gögnum eða aðgengi að þeim talist til rafrænnar þjónustu, jafnvel þótt sá sem biður um leitina eða aðgengið greiði ekki fyrir þjónustuna.”
Er ekki hægt að sjá betur en að auglýsingasala og vefverslun Istorrents falli undir þetta.

Stuttu síðar er einnig nefnt:
“Með þjónustuþega er samkvæmt 2. gr. laganna átt við einstakling eða lögpersónu sem í atvinnuskyni eða í öðrum tilgangi nýtir sér rafræna þjónustu, en þjónustuveitandi er einstaklingur eða lögpersóna sem lætur í té rafræna þjónustu.”

Í úrskurðinum er kveðið á um að málið sé talið vanreifað þar sem hvorki stefnendur né stefndu hafi fjallað nánar um þýðingu laganna í þessu máli og er því ekki hlutverk dómstóla að leggja sjálfstætt mat á þýðingu laganna í málinu. Málinu var því vísað af sjálfsdáðum frá dómi. Stefnendur þurfa því að greiða óskipt Istorrent ehf. og Svavari Lútherssyni, 500.000 krónur í málskostnað. Ekki var lagt efnislegt mat að þessu sinni hvort þeim beri að greiða annan skaða sem varð vegna lögbannsins en það verður að öllum líkindum gert síðar.

13 Comments »

  1. Bíddu, semsagt Istorrent fær 500þús krónur og Svavar sömu upphæð en verður lögbanninu ekki aflétt?

    Comment by Hordur10 — 27 March 2008 @ 09:43

  2. Nei, báðir aðilar fá samtals 500 þúsund krónur. Það var ekki skorið úr um lögmæti lögbannsins og því stendur það áfram þar til lög eða dómstólar segja annað.

    Comment by Svavar Kjarrval — 27 March 2008 @ 11:06

  3. vonandi verður það tekið af sem fyrst og síðan opni sem fyrst:)

    Comment by HAwk — 28 March 2008 @ 12:06

  4. Frábært!
    Vona að þeir í hæstaréttinum séu á sömu skoðun.

    Comment by Paper — 28 March 2008 @ 01:47

  5. Ertu ekki alveg viss að þeir áfrýji?

    Comment by eikibleiki — 29 March 2008 @ 06:42

  6. gedveikt marr !!!!

    Comment by Aztek — 29 March 2008 @ 07:34

  7. ég segi bara innilega til hamingju

    Comment by bodvarg — 29 March 2008 @ 08:22

  8. Brosti út af eyrum yfir þessum dóm.
    Þetta segir allt sem segja þarf um SMÁÍS, unnu sína heimavinnu ekki nægilega vel.

    Comment by Zico — 29 March 2008 @ 10:37

  9. hénna er þá ekki mjög líklegt að torrent síðan aftur upp einsog hún var og ef svo verður verða þá allir sem áttu account verða þeir enn með eða þurfa þeyr þá að redda sér boðslykli?? annars þá er ég mjög ánægður með þenna úrskurð

    Comment by logikri — 30 March 2008 @ 01:14

  10. ég held að hann hafi tekið backup af síðunni áður en hann lokaði henni

    Comment by hemmikall2 — 31 March 2008 @ 12:28

  11. Sé litla þörf á að taka BackUp af síðunni. Alveg nóg að slökkva bara á servernum, þetta er nú bara tvær vélar, að mig minnir, sem sjá um Síðuna og Trackerinn..

    Comment by Hordur10 — 31 March 2008 @ 01:01

  12. Til hamingju Svavar 😀

    Comment by elvar92 — 1 April 2008 @ 01:02

  13. […] úrskurð héraðsdóms um frávísun Istorrent-málsins til Hæstaréttar seinasta miðvikudag. Í textanum er hugtakið […]

    Pingback by Istorrent bloggið » Blog Archive » Áfrýjun hefur litið dagsins ljós — 4 April 2008 @ 06:09

RSS feed for comments on this post.

Leave a comment

You must be logged in to post a comment.

Powered by WordPress