Istorrent bloggið Fréttir og ýmsar tilkynningar

10 March 2008

Aðalmeðferð á morgun

Filed under: Almennt — Svavar Kjarrval @ 10:01

Fyrir þá einstaklinga sem þurfa á áminningu að halda – þá er aðalmeðferð málsins í fyrramálið (þriðjudaginn 11. mars). Hún verður haldin í Héraðsdómi Reykjaness og hefst kl. 9:30. Tíminn fyrir hádegi mun líklegast fara í að taka skýrslur af ýmsum aðilum og vitnum. Eftir það mun lögfræðiblaðrið taka við. Þrátt fyrir að tekinn sé frá tími til 17:00 er ekki líklegt að hann verði nýttur að fullu þar sem þinghaldinu muni líklegast ljúka eitthvað um tvö- eða þrjúleytið.

Úrskurðurinn mun líklegast vera kveðinn eftir 2-4 vikur en á þeim tíma munu dómendur ákveða hvernig úrslit málsins verða fyrir héraðsdómi. Það mun líklegast fara fyrir Hæstarétt óháð því hvernig það endar fyrir héraðsdómi en það þýðir ekki að okkur sé sama um hvernig það fer á þessu stigi. Þetta er samt kjörið tækifæri til að fylgjast með málinu í réttarsal þar sem um er að ræða opið þinghald. Eru því allir sem hafa áhuga á málinu hvattir til að mæta á staðinn, jafnvel þótt það sé ekki allan tímann.

Búast má við lýsingu á atburðum dagsins samdægurs eða næsta dag á eftir. Mun taka það fram núna að ég mun ekki svara í símann á meðan dómþingi stendur.

3 Comments »

  1. Hahaha “Mun taka það fram núna að ég mun ekki svara í símann á meðan dómþingi stendur.”

    Ég skyldi vona ekki 😀

    Comment by BizNiz — 10 March 2008 @ 10:47

  2. Doh…. Bad thumbpad.

    Gangi þér vel á morgun. Get ekki fengið frí í vinnunni, annars myndi ég hiklaust mæta!

    Comment by BizNiz — 10 March 2008 @ 10:47

  3. […] dag er tekið fyrir isTorrent málið og má búast við að þinghaldi ljúki í kringum 14-15, vitað er að einhverjir nemendur […]

    Pingback by P2P » Blog Archive » isTorrent í dag — 11 March 2008 @ 12:36

RSS feed for comments on this post.

Leave a comment

You must be logged in to post a comment.

Powered by WordPress