Istorrent bloggið Fréttir og ýmsar tilkynningar

9 May 2008

Úrskurður Hæstaréttar kveðinn upp

Filed under: Almennt — Svavar Kjarrval @ 03:31

Hæstiréttur kvað upp úrskurð 8. maí í Istorrent-málinu svokallaða (hrd. 194/2008) um að málinu skuli vísað frá. Af því leiðir að Istorrent hefur unnið málið og rétthafasamtökin fjögur skulu því greiða samtals 900 þúsund í málskostnað fyrir héraðsdómi og Hæstarétti. Málið hefur kostað Istorrent yfir 3,5 milljónir fyrir héraðsdómi en ekki liggja fyrir kostnaðartölur vegna rekstur þess fyrir Hæstarétt. Samkvæmt lögbannslögum fellur lögbannið sjálfkrafa úr gildi um miðnætti aðfaranætur föstudagsins 16. maí. Áætlað er að reisa aftur skráardeilihlutann síðar sama dag ef ekkert stendur því að vegi.

Fyrri grein dagsins var send inn í nótt en fréttir um úrskurðinn bárust nú í morgun og er það afar skemmtileg tilviljun að svo hafi hitt á. Fréttatilkynning verður send út síðar til fréttamiðla og einnig birt hér. Þeir fréttamiðlar sem vilja tryggja sér eintak þurfa að hafa samband við media@torrent.is eða bíða eftir birtingu hér.

11 Comments »

  1. til hamingju

    Comment by fimman — 9 May 2008 @ 03:36

  2. Frábært!!
    Til hamingju! 😀

    Comment by adie5 — 9 May 2008 @ 07:08

  3. Til hamingju Svavar!!! :D:D:D

    Comment by elvar92 — 10 May 2008 @ 04:25

  4. glertær snilld.

    þurfa “rétthafasamtökin” ekki að borga þér eitthvað ?

    Comment by Aztek — 10 May 2008 @ 07:49

  5. Glæsilegt! Vonandi láta þeir sér þetta segjast og reyna nú að vinna með tækninni heldur en á móti.

    Comment by Paper — 10 May 2008 @ 11:31

  6. paper þá gæti snæbjörn alveg eins sagt upp starfinu sínu

    Comment by fimman — 11 May 2008 @ 12:37

  7. Allavegana skref í rétta átt.

    Comment by PatriotX — 11 May 2008 @ 02:13

  8. opnar þá ekki síðan aftur ?

    Comment by ArnarM — 12 May 2008 @ 06:28

  9. hérna ef síðann opnar aftur verða þá allir accountarnir gerðir virkir sem til voru einsog ég áttu auðvitað account mund ég geta notað hann á síðunni eða þarf ég að redda mér boðslykli???

    Comment by logikri — 12 May 2008 @ 06:41

  10. hvenær kemur hún á mrg?

    Comment by fimman — 15 May 2008 @ 08:55

  11. Til hamingju, Istorrent lengi lifi!

    Comment by Opes — 16 May 2008 @ 03:48

RSS feed for comments on this post.

Leave a comment

You must be logged in to post a comment.

Powered by WordPress