Istorrent bloggið Fréttir og ýmsar tilkynningar

19 February 2008

Fyrirtakan í dag

Filed under: Almennt — Svavar Kjarrval @ 11:59

Fyrr í dag var fyrirtaka fyrir aðalmeðferð í máli fjögurra rétthafasamtaka gegn Istorrent ehf. og Svavari Lútherssyni sem rekið er fyrir Héraðsdóm Reykjaness. Málið var hafið í kjölfar lögbanns sem sýslumaðurinn í Hafnarfirði setti á starfrækslu vefsins torrent.is þann 19. nóvember síðastliðinn. Þeir stefndu óskuðu eftir skiptingu málsins þannig að lögbannið yrði tekið fyrir á undan en dómari samþykkti það ekki. Málið verður því tekið fyrir í heild sinni.

Aðilar málsins voru sammála um að hafa svokallað milliþinghald fyrir aðalmeðferð til að koma sér saman um framkvæmd aðalmeðferðar, leysa úr ýmsum ágreiningi og til gagnaöflunar. Í sama þinghaldi munu aðilar málsins afhenda lista yfir þá sem þeir óska að verði leiddir fyrir dóm í skýrslutöku.

Skv. því sem liggur fyrir verður milliþinghaldið þriðjudaginn 4. mars nk. og aðalmeðferð málsins viku síðar. Um er að ræða opið þinghald og eru allir áhugamenn um málið hvattir til þess að fylgjast með aðalmeðferðinni 11. mars inni í dómsal til að sýna málstaðnum stuðning og upp á forvitnissakir.

Eftir aðalmeðferð er áætlað að úrskurður í málinu fyrir héraðsdómi muni vera kveðinn upp 2-4 vikum síðar. Talsverðar líkur eru á að hvernig sem málið fer fyrir héraðsdómi að það endi fyrir Hæstarétti.

Séu einhverjir sem vilji aðstoða með málið eða búi yfir upplýsingum sem gætu skipt sköpum fyrir dómsmálið. Endilega hafið samband við Istorrent á netfanginu torrent@torrent.is eða Svavar í síma 863-9900. Einnig er auglýst eftir styrkjum sem munu fara í rekstur málsins.

7 Comments »

  1. Þetta er náttla bara djók þar sem allir downloada(like it or not!), nema eikverjir veruleikaskertir hálvitar sem eyða í stað peningum í eikverja diska sem skemmast með tímanum. Og þar sem tildæmis stuðlar nota torrent til að ná í myndir til að sýna unglingum sem eru þar staddir, á þá bara ekki að loka stuðlum og kæra ríkið? og þó þeir loka fyrir þetta eða vikingbay þá kemur eikvað annað, önnur leið það er alltaf hægt að fara í kringum kerfið!

    Torrent er málið! 😀

    Comment by Doddi — 20 February 2008 @ 10:33

  2. thetta er svo rétt hjá thér ad thad er ekki fyndid. Veit samt ekki alveg med ad gagnryna tha sem kaupa geisladiska eda DVD myndir. Sumir eru heidarleigir….. sumir ekki 🙂

    Styd Svavar í Istorrent malinu tvi afhverju er hann tekinn en ekki notendurnir sem eru adal sökudolgarnir. Thad eru their sem eru ad downloada og deila. EKKI Svavar :S

    Comment by ArnarM — 21 February 2008 @ 04:24

  3. Já taka 26 þúsund notendur….Svavar er sekur útaf því að hann á “istorrent fyrirtækið” og hafi rekið síðunni.Ég var á torrent og styð því Svavar en hvernig dettur þér það í hug að löggan myndi(sem hún myndi aldrey gera)að taka tölvur 26 notenda og skoða þær…
    en gangi þér vel Svavar

    Comment by Logitech — 24 February 2008 @ 04:10

  4. Verður fróðlegt ég reyni að mæta félagi.

    Það er svo vika í að úrskurður verði kveðinn upp í hinu eldgamla DC++ málinu, og það mál fer sjálfsagt til hæstaréttar líka.

    Kl hvað verður þetta?

    Doddi skil afstöðu þína diskar eru drasl já, en góðar myndir verðskulda að vera keyptar, en ég geri ráð fyrir að þú sért væntanlega ekki fjárráða ennþá svo þú værir pottþétt aldrei að geta keypt allt það efni sem þér líkar við, ekki rétt?

    Comment by PatriotX — 25 February 2008 @ 10:29

  5. bwahahaha…. Logitech ertu heimskur? Heldurðu virkilega að það voru 26000 þúsund notendur ;D ?. Sjálfur var ég með 5 accounta. (Bauð alltaf sjálfum mér inn)

    ef lögreglan myndi taka notendurnar sem hún mun aldrei gera þá mun hún taka þá sem hafa verið að deila og dl mestu ;D

    og btw þá voru sirka 500 óvirkir notendur af þessum 26000

    Comment by ArnarM — 26 February 2008 @ 07:01

  6. ArnarM, löggan myndi frekar skoða deilinguna heldur en niðurhalið ef að hún myndi fara að busta eitthverja.

    Comment by Bosi — 27 February 2008 @ 05:01

  7. sagði það líka :S myndi náttúrulega líka taka niðurhalið…

    Comment by ArnarM — 3 March 2008 @ 04:44

RSS feed for comments on this post.

Leave a comment

You must be logged in to post a comment.

Powered by WordPress