Istorrent bloggið Fréttir og ýmsar tilkynningar

17 March 2009

Frekari fréttir af söfnun

Filed under: Almennt — Svavar Kjarrval @ 11:13

Til að skrifa það hreint út, þá gengur söfnunin hræðilega. Það er því miður ekki að koma neitt mikið inn að ráði. Staðan er því þannig að það verður líklegast ekkert af áfrýjuninni nema gangur söfnunarinnar breytist verulega til hins betra. Ég er ekki enn tilbúinn til að gefa upp markmiðið á söfnuninni en til að gefa hugmynd um ástandið er óhætt að nefna að það eru ekki einu sinni komin 5% af upphæðinni sem þarf til að gefa grænt ljós á áfrýjun. Auðvitað er ég þakklátur gagnvart þeim sem hafa lagt í púkkið en hingað til hefur það ekki verið nóg til að uppfylla fjáröflunarmarkmiðið.

Þessi ósigur kemur á viðkvæmum tíma í efnahagslífi Íslendinga en það má ekki gleyma því að það má ekki stoppa vörnina gegn þeim er ógna frelsi almennings. En ég get lítið gert í því ef ég hef ekki fjármagnið til að verja ykkur svo að ég neyðist til að sætta mig við þá ákvörðun ykkar að leyfa mér ekki að halda áfram. Þið getið auðvitað skipt um skoðun en sú ákvörðun má helst ekki bíða lengur en þar til í byrjun apríl ef málið á að halda áfram.

Haldi málið ekki áfram er hætta á að samtökin ógni öðrum í beinu framhaldi af því. Ef það er vilji til að fara í mál gegn Istorrent, af hverju ætti ekki að vera slíkur vilji til að fara í mál gegn öðrum aðilum? Sá vilji er líklegast ekki takmarkaður við BitTorrent tæknina eða við íslenska landhelgi. Ég vona að þið gerið ykkur grein fyrir því áður en það verður of seint.

Jafnvel þótt þið getið ekki styrkt með peningum, þá væri ágætt ef þið mynduð henda á mig einni línu á kjarrval@torrent.is og tjáð skoðun ykkar. Get því miður ekki tryggt það að öllum verði svarað en ég mun reyna mitt besta að svara þeim sem sækjast eftir því að fá eitt.

Gangi ykkur vel,
Svavar Kjarrval

6 Comments »

  1. Ertu búinn að sækja um gjafsókn?

    Ef ekki þá skaltu senda umsókn undireins til dómsmálaráðuneytisins.

    Nánari upplýsingar um gjafsókn (gjafvörn):

    http://www.domsmalaraduneyti.is/raduneyti/starfssvid/gjafsokn/upplysingar//nr/815?#Hvernig_er_sott_um_gjafsokn

    Comment by lex — 6 April 2009 @ 08:05

  2. Um leið og þú gefur mér skýra mynd af því í hvað þessum peningum verður eitt, færðu mitt framlag. Annars verða krónurnar kyrrar í mínum vasa 🙂

    Held þetta eigi við um fleiri sem lesa bloggið þitt 🙂

    Comment by BigPoppa — 8 April 2009 @ 01:23

  3. Nei, það var ekki sótt um gjafsókn á sínum tíma því það var ekki talið að hún yrði veitt. Það hefði kostað slatta að undirbúa slíka beiðni. Líkurnar voru það lágar að það var talið að þetta myndi líklegast vera peningaeyðsla.

    Varðandi það sem peningurinn er í, þá hefur það verið augljóst frá upphafi. Hann fer í kostnað vegna dómsmálsins en sparnaðurinn minn hefur nær allur farið í að greiða þann hluta sem ekki var hægt að greiða með styrkjum notenda. Staðan í dag er að ég hef þurft að greiða fleiri milljónir með málinu.

    Það er ekkert leyndarmál í hvað styrkurinn fer. Ef það safnast nóg fyrir afgangi málsins, þá verður gerð tilraun fyrir Hæstarétti, annars fer hann í að greiða þann kostnað sem þegar hefur orðið vegna málsins. Hvort þú viljir enn skýrari mynd og í hverja skýringin er fólgin, þá væri ágætt að fá nánari upplýsingar um það.

    Comment by Svavar Kjarrval — 8 April 2009 @ 01:33

  4. Þetta dugar mæta vel, ég skal leggja eitthvað inná þig við tækifæri þótt það verði kannski ekki mikið. Gangi þér vel með málið 🙂

    Comment by BigPoppa — 13 April 2009 @ 12:50

  5. Hvenær er seinasti tímin til að Styrkja svo málið komist í Hæðstarétt ??

    Comment by RiPPER — 20 April 2009 @ 12:05

  6. Seinasti dagurinn til að áfrýja er 4. maí. Ég vil samt hafa smá fyrirvara og vera búinn að ákveða það tímanlega en þá myndi ég miða við 1. maí. Ef tilgangurinn er að styrkja borgar sig að gera það sem fyrst og helst ekki bíða þar til á seinustu stundu.

    Það er langt í höfn og ætti söfnunin að hefjast núna en ekki 1. maí. Beiðnir mínar um styrki virðast að vera að mestu leyti hunsaðar og þurfa aðrir en ég að taka þátt í að hvetja aðra til að styrkja með fjárframlögum.

    Miðað við það sem hefur skilast inn af styrkjum síðan lögbannið hófst mun ég ekki búast við kraftaverki seinustu dagana. Á meðan notendur hafa önnur hús að venda er ólíklegt að þeir muni styrkja í baráttunni gegn þessu lögbanni. Hægt er að líta svo á að staðan þann 1. maí mun gefa ágæta mynd um það hvernig fjárhagsstaðan verður þann 4. maí.

    Ákvörðunarferlið mun því fara fram 1. maí og er fjárhagurinn þá stundina stór hluti af kökunni. Ef það safnast örugglega nóg til að halda málinu áfram, þá mun ég örugglega gera það. Eftir því sem minna safnast eru minni líkur á því að það haldi áfram og munu aðrir þættir verða teknir til greina.

    Þar til 1. maí mun ég ekki taka ákvörðun um hvort það haldi áfram eða ekki nema einhverra hluta vegna það sé komið nægt fé inn fyrir þann tíma til að halda áfram með málið. Búast má við tilkynninguna á torrent.is þegar ákvörðun hefur verið tekin með áframhald málsins.

    Comment by Svavar Kjarrval — 20 April 2009 @ 12:30

RSS feed for comments on this post.

Leave a comment

You must be logged in to post a comment.

Powered by WordPress