Istorrent bloggið Fréttir og ýmsar tilkynningar

25 May 2008

Stefnan komin í okkar hendur

Filed under: Almennt — Svavar Kjarrval @ 08:58

Eftir að hafa skoðað stefnuna í hinu nýja staðfestingarmáli er greinilegt að einhverjar breytingar hafa orðið á málinu frá því seinast. Þrátt fyrir að þessi færsla er rituð um viku eftir að lögbannið var framlengt, þá barst stefnan stuttu eftir það. Það hefur hins vegar verið meira að gerast undanfarið svo að enginn komst í að skrifa færsluna fyrr en núna.

Fyrst þarf að leiðrétta einn misskilning sem hefur verið á vappi. Lögbannið hefur verið framlengt þar til búið er að afgreiða þessa stefnu fyrir rétti með tilheyrandi afgreiðslu fyrir héraðsdómi og líklegast Hæstarétti. Það mun engin úrskurður vera kveðinn upp 28. maí og lögbannið mun ekkert enda sjálfkrafa þann dag. Því hefur ekki verið haldið fram af þeim sem tengjast málinu með beinum hætti svo það hefur ekki komið héðan. Fólk er beðið um að kynna ekki ágiskanir sínar sem staðreyndir þegar það ræðir um lögbannið.

Eins og áður var nefnt urðu einhverjar breytingar á stefnunni:

Önnur aðild
Í þessu máli er eingöngu um að ræða STEF sem stefnanda. SMÁÍS, Félag hljómplötuframleiðenda og Framleiðendafélagið – SÍK eru ekki aðilar í þessari umferð. Breytingin var líklegast vegna þess að í þessum hópi hefur eingöngu STEF viðurkenningu menntamálaráðuneytisins til að fara í mál fyrir hönd meðlima sinna. Þessi breyting er þó vandkvæðum bundin þar sem öll fjögur rétthafasamtökin eru skyldug til að fara saman í staðfestingarmálið. Málinu verður því líklegast vísað frá af þeirri ástæðu nema rétthafasamtökin lifi í voninni að heppnin geti bjargað þeim úr þeirri klemmu eða að ég gefist upp vegna málskostnaðar áður en því líkur.

Breyttar dómkröfur
Þar sem Hæstiréttur gat ekki séð að STEF hafi haft heimild til þess að fara með einstaklingskröfur sem voru í málinu var því sleppt í þetta skiptið að fara fram á dæmdar skaðabætur. Varakrafan um viðurkenningu á bótaskyldu stendur þó áfram frá fyrra málinu. Einnig var sett varakrafa sem hljóðar þannig að ef ekki er samþykkt að dæma að starfræksla torrent.is væri alfarið bönnuð að íhuguð yrði krafa um að óheimilt yrði að gera notendum kleift að deila innbyrðis efni í óþökk rétthafa.

‘Skaði’ STEF er tjáður vera umfangsmeiri
Nú á skaði STEF einnig að felast í dreifingu myndefnis eins og kvikmynda og sjónvarpsþátta vegna þess að tónlistin sem á að vera í þessum eintökum sé ekki dreift með leyfi rétthafa. Sé það samþykkt af dómurum gæti þetta skapað afar slæmt dómsfordæmi. Mætti bera fáránleikann þess við að kæra sjónvarpsstöð fyrir ólöglega útsendingu á tónlist ef kvikmyndaframleiðandinn hafði ekki fengið leyfi fyrir því að hafa tónlistina í kvikmyndinni. Þriðji aðili á sem sagt að bera bótaskyldu vegna einhvers sem að annar þriðji aðili gerði eða gerði ekki. Þessi krafa er fáránleg og var líklegast sullað inn á seinustu stundu til að réttlæta aðild STEF að lögbanninu hvað varðar meintar kvikmyndir og sjónvarpsþætti svo að það sýnist ekki vera eins auðtapað og það er.

Útskýra hvað “sambærilega vefsíðu” á við
Stefnan í fyrra málinu minnist ekki orði hvað þetta hugtak á við. Í þetta skiptið er það gert og er vísað til þess að þeir stefndu geti ekki komið upp eins síðu á öðru léni og viðhaldið þessu ‘ólögmæta ástandi’ áfram. Þetta var eingöngu útskýrt munnlega fyrir héraðsdómi og þar sem spurningar komu upp um réttlæti þessa orðalags var bætt úr því núna með því að skilgreina hvað það á við í stefnunni sjálfri. Einnig kemur fram að þeir stefndu komi þegar nálægt rekstri sambærilegra síða en þetta er ekki eitthvað sem var útskýrt nánar. Þessi skilgreining þarf satt að segja andlitslyftingu þar sem hún er of víðtæk svo hægt sé að fara að dæma einn eða annan til að fara eftir henni.

Smá útskýring á lögum 30/2002
Þessi lög heita fullu nafni “Lög um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu”. Með því að koma með stutta greiningu (um 1/4 af bls.) er verið að koma í veg fyrir að hægt sé að nefna að engin umræða hafi farið þeirra megin um þessi lög. Skortur á umræðu um þessi lög urðu til þess að fyrra málinu var vísað frá héraðsdómi. Auðvitað er það ætlun okkar að ræða nánar um þessi lög og hvernig þau eiga við um starfsemi Istorrents.

Nánari upplýsingar um svör okkar og um stefnuna munu líklegast koma fram eftir að greinargerð hefur verið lögð inn fyrir héraðsdómi.

7 Comments »

  1. er búið að loka vikingbay líka útaf þessu máli ?, er að nota hana þanga til (ef) torrent.is opnar

    Comment by gummidor — 27 May 2008 @ 11:42

  2. Nei gummi, þeir eru að sameinast við aðra síðu þar til þeir geta sett upp betra kerfi með TVB. þeir eru að vinna í að setja aðra í gang en þá hefur maður sama deilimagn og hlutfall og í TVB því maður getur tengt sig inn með TVB passwordinu sínu. síðan heitir Deilt.net

    Comment by Medrid — 28 May 2008 @ 04:20

  3. Svo hvernig er staðan á þessu? Hvenær fer málið fyrir hérðasdóminn?
    Endilega skirfaðu með stuttan pistil um stöðu málsins 🙂

    Comment by Paper — 30 May 2008 @ 07:27

  4. afhverju gefstu ekki bara upp?
    það eru flest allir hvort eð er komnir með account annarstaðar hvort eð er
    þetta er tilgangslaust hjá þér og ekkert nema óþarfa peningasóun.
    torrent.is er dautt

    Comment by steinarj@simnet.is — 14 June 2008 @ 02:18

  5. steinarj þú ert hálfviti….

    Comment by fimman — 14 June 2008 @ 07:18

  6. ef hann tapar þessu máli þá fer allar torrent síður sem eru á íslensku
    niður

    Comment by fimman — 14 June 2008 @ 07:19

  7. bara gangi ykkur sem allra best að fá lögbanninu aflétt

    Comment by bodvarg — 24 June 2008 @ 10:22

RSS feed for comments on this post.

Leave a comment

You must be logged in to post a comment.

Powered by WordPress