Istorrent bloggið Fréttir og ýmsar tilkynningar

2 January 2008

Bloggið komið upp

Filed under: Almennt — Svavar Kjarrval @ 01:32

Eftir of langan tíma án þess að veita fréttir beint til notenda, þá var ákveðið að stíga það skref til fulls með því að stofna þetta blogg. Notendur geta því leitað hingað til þess að fá upplýsingarnar beint frá aðstandendum torrent.is á meðan lögbanninu stendur.

Er verið að óhlýðnast lögbanninu með stofnun bloggsins?
Gætt var þess að stofnun þessa bloggs myndi ekki brjóta gegn lögbanninu sem var sett 19. nóvember síðastliðinn. Í fyrsta lagi er notað lénið istorrent.is og í öðru lagi er notendum ekki gert kleift að deila skrám sín á milli. Sé farið á torrent.is núna er framkvæmt skipun sem færir viðkomandi beint yfir á istorrent.is án þess að vefsíða eigi í hlut.

Af hverju var lögbannið sett á?
Fjögur íslensk rétthafasamtök með SMÁÍS í fararbroddi kröfðust lögbanns á starfsemi vefsins torrent.is ásamt upptöku á öllum tækjabúnaðnum sem notaður er við starfrækslu vefsins. Lögbannið var sett á en því síðarnefnda var hafnað.

Hvenær verður lögbannið afnumið?
Rétthafasamtökin þurfa að hefja staðfestingarmál sem þau hafa gert og er áframhald lögbannsins háð úrslitum þess. Við erum bjartsýnir á að Istorrent vinni málið en því miður er ekki hægt að halda áfram að starfrækja vefinn eins og áður fyrr en úrslit málsins eru ljós og með því skilyrði að Istorrent vinni það. Ekki er vitað nákvæmlega hvenær búið verður að afgreiða lögbannsmálið fyrir rétti en það mun að öllum líkindum taka fleiri vikur í viðbót.

Er búið að dæma í málinu?
Nei, málið er enn í kerfinu. Þann 12. desember þurftum við að biðja um vikufrest til að skila greinargerðinni og var henni síðan skilað inn til Héraðsdóms Reykjaness þann 19. desember. Nú þurfa lögfræðingar beggja hliða að vera í sambandi við hvorn annan varðandi heppilegan tíma til að flytja málið. Lögfræðingar okkar munu reyna að flýta málinu eins og hægt er. Þess ber að geta að málinu verður mögulega skipt í tvennt og yrði þá lögbannið tekið fyrst og síðan afgangurinn sem fjallar um meinta hlutdeild vegna brota á höfundalögum sem notendur eru sakaðir um að hafa framkvæmt.

Hvað um lögfræðikostnaðinn?
Okkur er ljóst að lögfræðikostnaðurinn verður mikill vegna málsins og viljum við hvetja til frjálsra framlaga frá almenningi til að greiða hann niður. Jafnvel þótt málið vinnist, þá mun hann vera mikill. Því miður eru dæmdar skaðabætur vegna málskostnaðs oftast lægri en sá raunverulegi kostnaður sem verður vegna málsins. Af þeim orsökum óskum við eftir frjálsum framlögum í tengslum við málið. Verði einhver afgangur, sem er nokkuð ólíklegt, mun hann vera notaður í framtíðarmálarekstur Istorrents verði þess þörf. Ekki er hægt að geta til um hversu mikið við þurfum á að halda fyrr en málinu er alveg lokið. Til þess að styrkja baráttuna, leggið inn einhverja fjárhæð á eftirfarandi bankareikning:
kt. 071183-2119
0327-13-003120

Hvað verður gert þegar/ef lögbanninu verður aflétt?
Vefurinn torrent.is verður opnaður á ný, ekkert flóknara en það. Við sjáum enga ástæðu á þessari stundu til þess að flytja hann til útlanda og verðum við því kyrrt á Íslandi. Nokkuð efasamt, jafnvel ólíklegt, er að þjónustan muni minnka að skapi við enduropnun vefsins en slíkt kemur í ljós eftir afgreiðslu málsins. Einhver þróun mun eiga sér stað á meðan lögbannsmálinu stendur og má því búast við einhverjum breytingum í millitíðinni.

14 Comments »

  1. Að því gefnu að dæmt verði ykkur í hag, mun þá löggreglan ekki snúa sér að notendum?

    Gott að fá að fylgjast með.
    Takk fyrir mig.

    Comment by hoppandinaut — 2 January 2008 @ 11:17

  2. Ég einfaldlega hata smáís. En mér finnst samt Svavar að þú hefðir ekki átt að stofna þessa verslun. Það var eiginlega útaf henni sem istorrent var lokað. Skil heldur ekki með það að styrkja istorrent að þá fengi maður 5 gb deilimagn

    Comment by ArnarM — 2 January 2008 @ 11:35

  3. samt svavar takk fyrir að stofna istorrent ég elskaði þð og var háður því á sínum tíma. Þess vegna er ég bitur. 😀

    Comment by ArnarM — 2 January 2008 @ 11:35

  4. Flott hjá þér að stofna svona blogg, en ég vona að Istorrent vinni málið:)

    Comment by Hreinn — 2 January 2008 @ 11:41

  5. ArnarM, það að fá 5GB deilimagn er ekki það sama og að deila 5GB af efni sem þú átt ekki réttinn á er það nokkuð?

    Comment by Birkir — 3 January 2008 @ 01:41

  6. Vona að allt gangi upp hjá ykkur en, spurnig hvernig notendur munu hugsa ef þið vinnið svo margir farnir að nota TheVikingBay.org sem mér fyndst ekki góð síða.!

    Comment by The.IceFox — 3 January 2008 @ 09:20

  7. Afaram Istorrent Nidur loggukallanir

    Comment by Luffy — 4 January 2008 @ 08:04

  8. Birkir það er alls ekki það sem ég átti við

    ég átti við að maður fékk 5gb deilimagn/upphalsmagn fyrir að styrja þá uppá 500kr. EKKI að maður hafi deilt 5gb. Lesa það sem ég skrifaði

    Comment by ArnarM — 4 January 2008 @ 06:43

  9. Mjög sniðugt að henda upp svona síðu með upplýsingum frá okkar aðila, ekki bara í gegnum einhverja 365 fjölmiðla sem oftast gerðu ekkert nema segja frá því sem SMÁÍS vildi sagt hafa.

    Comment by Paper — 4 January 2008 @ 11:53

  10. Takk fyrir að setja upp þessa síðu…gott að get fylgst með þessu í gegnum ykkar auga…
    Vona að fólk komi aftur inná torrent í stað þess að hanga inná “TheVikingBay.org” sem mér finnst persónulega ekki vera eins góð síða…
    Ég hef fulla trú á að þið vinnið þetta mál!
    Áfram Svavar!

    Comment by Bobloblaw — 5 January 2008 @ 03:37

  11. Þetta endar allt vel……!!

    Comment by logic — 6 January 2008 @ 09:45

  12. Ég er sammála flestum ykkar hér fyrir ofan. Góð framkvæmd hjá ykkur að stofna þetta blogg. Og vonandi vinniði málið svo að ég get farið að nota þetta almennilega því að mér finnt vikingbay.org ekki vera að standa sig!

    Comment by HlynurH — 8 January 2008 @ 12:20

  13. Flott mál með þessa síðu, loksins farinn að fá einhverjar fréttir af þessu máli 🙂

    http://www.rip-torrent.net og http://www.thevikingbay.org hafa nú sprottið upp á meðan það er verið að afgreiða þetta mál og hafa nú samtals rúmlega 19.000 notendur. Istorrent mun samt sem áður alltaf vera besta síðan og munu líklega þessar tvær nýju deyja út ef að þið opnið aftur.

    Áfram Istorrent!

    Comment by Hordur10 — 13 January 2008 @ 12:10

  14. I am from Russia
    Please help to find Friðrik Þór Friðriksson’s Skytturnar (1987)
    Please help me. I hope someone helps me..
    I look for this film few years..

    Comment by janata — 3 February 2008 @ 06:48

RSS feed for comments on this post.

Leave a comment

You must be logged in to post a comment.

Powered by WordPress