Istorrent bloggið Fréttir og ýmsar tilkynningar

11 August 2012

Nýja herferð SMÁÍS

Filed under: Almennt — Svavar Kjarrval @ 04:31

SMÁÍS er loksins komið með nýtt útlit á vef sinn eftir margra ára bið en um er að ræða svokallaðan placeholder fyrir nýjan vef. Er þetta í tengslum við herferð þeirra. Við skulum samt sjá til hversu lengi þessi placeholder mun vera þarna.

Ein auglýsingin hljómar svo:

YURI DREIFIR STOLNU EFNI TIL ÞÚSUNDA ÍSLENDINGA Í HVERJUM MÁNUÐI.
– ERT ÞÚ Í VIÐSKIPTUM?

Í hverjum mánuði neyta þúsundir Íslendinga efnis þar sem eignarréttur er virtur að vettugi. Niðurhal og áskrift að læstri dagskrá af erlendu efni sem ekki er lögmæt[sic!] hér á landi, t.d. af SKY og Netflix, kostar íslenskt þjóðfélag háar upphæðir. Á Íslandi tapa allir á þessu athæfi, skattgreiðendur, rétthafar efnisins og þeir sem starfa í hinum skapandi greinum.

Metum eignarréttinn að verðleikum og njótum hugverka löglega. Kynntu þér málið á smais.is/hugverk

Þessi auglýsing er að mínu mati röng af ýmsum ástæðum:

Er efninu stolið?
Fyrst er hægt að velta upp þeirri heimspekilegri spurningu hvort efninu hafi í raun og veru stolið. Það er alveg möguleiki en samkvæmt upplýsingunum á smais.is/hugverk fer þetta fram þannig að viðkomandi fær áskriftarkort í gegnum einhvern millilið sem býr í Stóra Bretlandi eða Írlandi. Í slíkum tilfellum er engu stolið þó vissulega sé hægt að segja að notkun kortanna sé ekki í samræmi við skilyrði SKY um að nota kortin ekki utan ákveðins svæðis. SKY fær svo sannarlega greitt fyrir notkun kortanna þó slíkum blekkingum sé beitt.

Annar möguleikinn er að einhver taki það að sér að dreifa áfram sendingum SKY og móttakendur þurfa ekki að greiða neitt til SKY, heldur milliaðilans, ef hann yfir höfuð rukkar fyrir það. Rétthafasamtökin fá þá væntanlega ekkert fyrir sinn snúð vegna útsendingarinnar og þeir aðilar sem hafa greitt fjárhæðir fyrir dreifingarréttinn á því svæði. Það eru þeir aðilar sem SMÁÍS er að vernda. Það eru engir höfundar með beina aðild að samtökunum svo vitað sé til.

Telst það stuldur ef ég kaupi t.d. hamar sem má eingöngu nota í Bretlandi en ég flyt hann til Íslands til þess að nota við húsasmíði? Hvað ef samtök húsasmíðameistara hefðu löglegt markaðseinráð um sölu og notkun hamra og hafa verðskrá ef hamrar keyptir erlendis eru fluttir inn? Væri það stuldur á hamrinum ef ég myndi nota hann á Íslandi án þess að greiða gjaldið? Spurningin er samt hvort slíkt fyrirkomulag væri siðferðislega rétt. Ef tilgangur SMÁÍS með þessari auglýsingu er að vekja athygli almennings á siðferðislegum rétti þeirra til að fá efnið með þessum hætti, þá hefur það mistekist hrikalega.

Tapið
Er tap skattgreiðenda eins mikið og samtökin halda fram? Í gögnum þeim sem SMÁÍS lagði fram við lögbannsbeiðni þeirra gegn Istorrent var útreikningur á áætluðu tapi rétthafa vegna torrent.is og var matið byggt á því að hvert niðurhalað eintak jafngilti tapaðri sölu. Fyrir utan það að mesta tapið sem hægt er að áætla er innkaupaverð vörunnar og annar kostnaður sem aðilinn verður fyrir. Hagnaður sem ekki verður af telst ekki sem tap þegar um er að ræða huglæga vöru, enda er eintakið enn til sölu hjá dreifingaraðilanum. Ef við notum hamarsdæmið aftur felst tap félags húsasmíðameistara eingöngu í leyfisgjöldunum en ekki vegna tapaðrar sölu á hamri.

Annað sem SMÁÍS hugsar varla út í með þessari röksemdarfærslu er að mörgum Íslendingum er sama þótt þeir greiði aðeins hærri skatta til þess að njóta ódýrs eða ókeypis efnis. SMÁÍS þarf að koma með röksemdarfærslu sem hvetur fólk til þess að taka eigingjarna ákvörðun um að fá efnið í gegnum leiðir sem rétthafar vilja í stað þess að koma með slíkar lummur. Fólk er almennt séð eigingjarnt og því þurfa að koma rök sniðin að því.

Ein einföld ástæða fyrir tapinu er samkeppni. Þetta er auðvitað ekki eina ástæðan en af hverju ætti fólk t.d. að fara á kvikmyndahús þegar það getur upplifað fína stemmingu fyrir framan flatskjáinn í stofunni sem það keypti fyrir háar upphæðir og sleppt við óhljóðin sem fylgir öðrum bíógestum og dýrar veitingar og hléin sem þekkjast varla annars staðar en á Íslandi? Auk þess eru kvikmyndir sýndar með tíðara millibili en áður fyrr sem orsakar dreifðari aðsókn að kvikmyndum. Síðan getur fólk horft á marga aðra miðla eins og Blu-Ray, DVD, YouTube, Dailymotion, Hulu og þá er eingöngu búið að nefna löglegu miðlana.

Aðgerðir SMÁÍS varðandi SKY málið
Ein spurningin sem þeir svara með sínum ‚snilldarlega‘ spurningalista á smais.is/hugverk er „Af hverju kæra ekki SMÁÍS eða rétthafar þá sem selja SKY áskrift hér á landi?“. Svarið við þeirri spurningu var að slíkt væri ávallt seinasta úrræði „enda bæði kostnaðarsamt sem og vandmeðfarið þar sem erfitt getur verið að sanna aðild að máli“. Það fyndna er að SMÁÍS fór einmitt í slíkt dómsmál árið 2007 sem endaði fyrir Hæstarétti árið 2008 (mál nr. 146/2008). Seinni hluti tilvitnunarinnar er sérstaklega fyndinn þar sem málinu var vísað frá af eftirfarandi ástæðu:

Þá var talið að heimild S til að hafa uppi kröfur um staðfestingu lögbanns og skaðabætur yrði ekki studd við 3. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála og þá yrði heimild þeirrar málsgreinar til að hafa uppi viðurkenningarkröfu ekki beitt til að ná fram afmörkuðum hagsmunum eins félagsmanns. Var niðurstaða hins kærða úrskurðar um frávísun málsins því staðfest .

Saga málsins er að 365 miðlar voru á móti þessum áskriftum og ýttu SMÁÍS í að hefja dómsmálið, það er að segja í stað þess að gera það sjálfir. Dómsniðurstaðan var látin standa og 365 miðlar ehf. virðast ekki hafa aðhafst frekar í málinu þrátt fyrir að þeir hefðu getað háð dómsmál sjálfir í framhaldinu. Rétthafar sjálfir hafa ekkert aðhafst í dómsölum gegn SKY en SMÁÍS hefur gert það og virðast vandræðin með aðild varla eiga við handhafa einkaréttar á dreifingu mikils af því efni sem SKY á að vera að dreifa.

Síðan ætti ekki að vera mikið mál fyrir SMÁÍS að koma með herferð sem gengur út á það að fara milli sportbara og sjá hverjir þeirra eru með óleyfilegar útsendingar af SKY. Það ætti að vera ódýrara en dómsmál.

Höfundalög
Löggjöfin í kringum höfundalög eingöngu góð fyrir ákveðinn hóp einstaklinga: þá sem rétthafasamtökin starfa fyrir og þá sem starfa fyrir rétthafasamtökin en sérstaklega fyrir þá síðarnefndu. Vernd neytenda er afleiðing en ekki tilgangur höfundalaga. Verk sem falla undir höfundarétt hverfa aldrei úr honum alveg. Ég sem höfundur gæti til dæmis aldrei afsalað mér höfundarétti til almennings og þökk sé löggjöfinni hefur STEF heimild til þess að heimta greiðslur fyrir mína hönd ef ég nokkurn tímann ákveð að semja lag og birta, og án þess að hafa nokkurn tímann fengið umboð frá mér til þess. Það gildir líka ef ég afþakka öll höfundagjöld sérstaklega þar sem þeir telja sig vita betur hvað sé mér fyrir bestu.

Eru höfundalögin ekki frábær fyrir höfunda?

Lok
Þetta er aðeins hluti af því sem er rangt við þessa herferð og mæli ég með því að fólk lesi fáránleikann sem kemur fram í þessari herferð með eigin gagnrýnum augum.

– Svavar Kjarrval

2 Comments »

  1. Yrsaon Samme1la af0 f3fearfi se9 af0 draga ff3lk ed dilka, forde6ma, skammast fat ed og banna e1kvef0na tedsku. En e9g held af0 feaf0 geri feaf0 fe6stir ed raun og veru, feaf0 kemur kanksni fat feannig. c9g held af0 feegar feetta tiltekna vif0fangsefni ber e1 gf3ma fee1 se9 ff3lk frekar hre6tt vif0 af0 eitthvaf0 eitt se9 af0 verf0a normif0 (he1rleysi) og allt annaf0 (t.d. he1rprfdf0i) se9 fee1 e1litif0 f3gef0slegt, f3feriflegt, osfrv. Og margir setja auf0vitaf0 fat e1 ed feessum me1lum af0 einhverju sem se9 ekki f6llum af0 skapi af0 gera, finnst feaf0 jafnvel se1rt og f3fee6gilegt, se9 gert svo undir ferfdstingi se9rstaklega af ungum stelpum. c9g styf0 heils hugar fjf6lbreytni, og minn e1hugi e1 vif0fangsefninu hefur alltaf verif0 umfram allt sprottinn fram af einske6rum e1huga e1 menningarlegum skedrskotunum he1rtedsku (feved he1r er auf0vitaf0 ekki bara he1r) og svo stf6ku sinnum reynt af0 taka upp hanskann fyrir grey he1rin sem lf6gf0 eru ed einelti, en ekki beint af0 gagnrfdna he1rleysi

    Comment by tugomusis3 — 6 September 2014 @ 03:33

  2. Haralduron Se6l Sigga Df6gg, og tedmabe6r grein hje1 fee9r.c9g hef aldrei skilif0 af0 fatlit ef0a fjsraivt skapahe1ra se9 eitthvaf0 sem ledta fearf hornauga, og hvaf0 fee1 af0 reyna af0 safna lif0i vif0 sinn me1lstaf0. Ff3lk hefur sedna skapahe1ratedsku ed flestan tedma fyri sig og sedna nema ed fatalausu fjf6lmenni svo sem ed sundlaugabaf0klefum ef0a e1 nektarstrf6nd. Me9r finnst meira til f3fee6ginda af0 sje1 alls konar pinna og skrautmuni standa fat far skinni e1 ff3lki he9r og fear og jafnvel e1 e6xlunarsve6f0inu. Samt er sje1lfsagt af0 taka feved mef0 jafnaf0argef0i feved hver og einn er jfa sje1lfre1f0(ur) mef0 sinn ledkama.Bestu kvef0jur

    Comment by totoko15 — 9 September 2014 @ 02:47

RSS feed for comments on this post.

Leave a comment

You must be logged in to post a comment.

Powered by WordPress