Istorrent bloggið Fréttir og ýmsar tilkynningar

11 February 2010

Dómur Hæstaréttar

Filed under: Almennt — Svavar Kjarrval @ 06:23

Það er óhætt að segja að Hæstiréttur dæmdi í hag STEF í Istorrent-málinu. Fréttatilkynning á íslensku og ensku fylgir þessari færslu.

Vegna fjárskorts mun ekki vera haldið áfram með málið.

Dóm Hæstaréttar má finna hér: http://haestirettur.is/domar?nr=6419.

Fréttatilkynningin.

10 Comments »

  1. frétt póstað á kjarni.cc

    slæmar fréttir fyrir p2p á íslandi…

    Comment by Aztek — 11 February 2010 @ 08:04

  2. Kannski bara tilviljun en ég og sennilega allir aðrir sem lentu í DC++ málinu (28Sep 2004) vorum loksins að fá reikninginn fyrir málskostnaðinum einmitt í dag líka.

    Sjá greiðslu http://img64.imageshack.us/img64/8702/dcborgun.png (þetta lægra en hjá Svavari því þetta skiptist á milli fleiri aðila).

    einsog ég sagði í upphafi þessa máls og segi enn ef þeir vilja stoppa deilingu skjala á jafningjanetum þá verða þeir að loka mann inni og henda lyklinum því allir þeir sem eru búnir að venjast þessu eiga ekki eftir að vilja hætta frekar en allar þær hundruðir milljóna sem nota P2P um heim allan og fer vaxandi, Höfundarrétthafar geta sjálfum sér um kennt þeir völdu þennan stafræna miðil hann var ekki eins öruggur og hann hefði átt að vera þeir brugðust of seint við og þegar þeir brugðust lokst við þá brugðust þeir of gróft við, og ætlast svo til að yfirvöld skeini sig með sjálfskaparvítið sitt, ef þú sem bóndi venur svín á ávanabindandi fóður og svo heldurðu girðingunni illa við þá á svínið eftir að finna leið út girðingunni og éta úr fóðurgeymslunni þinni, nema hvað stafræn fóðurgeymsla hefur ótæmandi birgðir.

    Ég átti líka von á þessu hvenær sem var og vissi c.a. hvað þetta var stór upphæð o.s.f. svo ég var búinn að safna fyrir því, gott að vera búinn að þessu, þar með líkur þessu DC++ bull máli sem svo var notað á Svavar, þetta var bara eitthver “100 metra hlaups afgreiðsla” á þessu man ég nenntu ekki einusinni að bíða eftir að reyna á að láta létta trúnaði af samninginum á milli Ásgeirs Ásgeirssonar og SMÁÍSs sem réði hann til að mata lögregluna á gögnum um jafningjanet undir því yfirskyni að hann væri “concerned citizen” semsé gögnum sem vörðuðu málið var hefðu getað varpað efasemdum á lögmæti aðgerða SMÁÍSs og einkaspæjara þeirra Ásgeirs Ásgeirssonar gagnvart okkur ákærðu voru að því er virðist viljandi hunsuð því þau hefðu eflaust sýnt frammá hvernig þeir spiluðu með þá sem keyptu álitsgerð Ásgeirs um að við 12 værum Höfuðpaurar yfir öllum skjalaskiptasvæðunum á landinu í gegnum okkar leynilega Ásgarðs hubb.

    Þetta var náttúrulega bara einhliða mötun til þess fallin að dímoniza okkur nokkra einstaklinga í prívat “VIP” hubb afþví það hefði verið erfiðara að taka á VALHÖLL með sína 2000 notendur, enda þegar var endanlega kveikt á perunni þá skiljanlega hættu þessar hausaveiðar því það er það sem þetta var.

    allavegana mætti skrifa heila bók um þetta bull mál ég myndi glaður tjá mig um málið, hef frá meiru að segja en hef tila til að skrifa 🙂

    t.d. að Snæbjörn viðurkenndi haustið 2008 minnir mig í sjónvarpsviðtali að tölur yfir tap af völdum niðurhals væru ekki pottþéttar, þeir mæla hvað er mikið niðurhalað af efni en þeir vita ekki hvað mikið af því efni sem niðurhalað er hefði notandinn haft efni á að kaupa, flestir unglingar þyrftu sjálfsagt að vinna til tvítugs til að borga fyrir allt efnið sem þeir niðurhala, því þeir hefðu aldrei getað keypt það afþví neyslustuðullinn er margfalt hærri en fjármagnsstuðullinn, flestir sem maður þekkir kaupa það sem þeir geta/tíma (sem er þess virði að eiga a.k.a. ekki sorp) og niðurhala restinni, ergo upplýstari neytandi, flott cover er ekki nóg lengur til að selja DVD eða CD nema sért tækniheftur og auðblekkjanlegur gaur sem lætur sennilega mömmu eða pabba sinn segja þér hvað hann á að kjósa o.s.f. já því miður það er til þannig aðilar og svo eru sumir að furða sig á að yfirvaldssnillingarnir keyra landið í strand, kveiktu á ljósinu eða slökktu á því.

    Comment by PatriotX — 11 February 2010 @ 10:59

  3. E.S. Þótt ég hafi haft efni á að borga þetta þá er ég nú enginn Milli, ég er bara verkamaður, og já svo vil ég þakka Netfrelsi fyrir upphæðina sem safnaðist fyrir lögfræðikostnaðinum af sölu Netfrelsis bolanna eftir 28Sep þessar 0kr komu sér mjög vel hehe

    nei þetta var víst eitthvað klúður í kringum eigandaskipti á TASK tölvuversluninni sem seldi bolina fyrir þá a.m.k. það fékk maður að vita í restina.

    af okkur upphaflegu 12 þá dó einn í millitíðinni, einn slapp við ákæru og var svo kallaður sem vitni fyrir saksóknarann, og einn var erlendis þegar málið fór fram svo hans mál var afgreitt sér. eftir voru 9af12 en nánar um þetta í bókinni þegar hún kemur út ;]

    Comment by PatriotX — 11 February 2010 @ 11:21

  4. Ég þakka fyrir ítarlegu skrif þín, PatriotX.

    Comment by Svavar Kjarrval — 11 February 2010 @ 11:34

  5. hehe ég hef mína spretti, en þú hefur samt vinninginn þegar kemur að því að vera ítarlegur held ég 🙂

    Comment by PatriotX — 11 February 2010 @ 11:43

  6. Þetta er orðið bara eins og í Bandaríkjunum.

    Fjársterkari aðilinn vinnur!

    Ömurlegt!

    Comment by swan — 12 February 2010 @ 01:15

  7. Djöfulsins helvítis kjaftæði er þetta.
    Hverjum ætli hafi verið borgað og hversu mikið svo að þeir gætu unnið þetta fáránlega mál?
    Það er alveg bókað mál að lang flestir sem kaupa tónlist og fleira niðurhala miklu af netinu fyrst og kaupir síðan. Fólk í dag kaupir ekki stafræna hluti án þess að þekkja gæðin á því fyrst. Þetta er svo slæmt fyrir hljómsveitir sem eru að reyna að koma sér á kortið þar sem að fólk í dag kynnist nýjum hljómsveitum aðallega í gegnum netið. Þetta á svosem líka við um bíómyndir og allt sem er á stafrænu formi.

    Halda þeir virkilega að allir unglingarnir og krakkarnir (sem ég geri fastlega ráð fyrir að séu þeir sem niðurhala mest) séu að fara að kaupa allt sem þeir vilja sjá og heyra í? Fólk hefur ekki efni á þessu í dag og ég býst við því að sala muni falla niður við það að fólk geti ekki sótt sér efni á netið, allavega mun það því miður gerast hjá mér.

    Comment by Thorsteinn — 12 February 2010 @ 08:32

  8. Ég samhryggist

    Ég er búinn að standa með þér alla leiðina og ég hefði donate-að ef ég ætti eithvað á milli handana.

    p2p á Íslandi is in for some deep sh*t

    Comment by Snojo — 12 February 2010 @ 02:03

  9. Hvernig kemst ég í samband við þig Svavar í gegnum e-mail ?

    Comment by jm — 13 February 2010 @ 12:35

  10. Ef það varðar Istorrent eða P2P almennt geturðu notað torrent@torrent.is.

    Comment by Svavar Kjarrval — 13 February 2010 @ 12:48

RSS feed for comments on this post.

Leave a comment

You must be logged in to post a comment.

Powered by WordPress