Istorrent bloggið Fréttir og ýmsar tilkynningar

11 October 2008

Úrskurður héraðsdóms kærður í annað sinn

Filed under: Almennt — Svavar Kjarrval @ 07:21

Úrskurður héraðsdóms var kærður aftur en í þetta sinn af okkar frumkvæði. Er kæran tilraun til að láta Hæstarétt endurskoða þá þætti málsins sem var ekki vísað frá í téðum úrskurði. Þetta hefði að sjálfsögðu ekki verið mögulegt ef STEF hefði ákveðið að láta úrskurðinn afskiptalausan.

Kröfurnar í kærunni eru margþættar. Í fyrsta lagi er krafist þess að frávísun „sambærilega vefsíðu“ hugtaksins orsaki frávísun á öllum liðnum en ekki bara þessum hluta hans. Í öðru lagi er vísað til þess að þar sem STEF nýtur sér heimild í lögbannslögum til að koma öðrum kröfum að beri þau sömu örlög ef lögbannsþætti málsins er vísað frá. Síðan er krafist þess að málskostnaður fyrir héraðsdómi verði ákveðinn. Að lokum er krafist málskostnaðar fyrir Hæstarétti.

Með því að kæra úrskurðinn er verið að vonast eftir því að Hæstiréttur vísi kröfum STEF frá dómi og stytti þann tíma sem málið hefði annars tekið.

12 Comments »

  1. Hvenær fer þetta mál að skýrast?

    Comment by LalliJohns — 2 November 2008 @ 02:37

  2. Að hvaða leyti? Ef þú átt við endanlega niðurstöðu, þá er varla hægt að segja til um það hvenær það verður. Það tók um mánuð og eina viku frá seinasta úrskurði héraðsdóms að fá ákvörðun Hæstaréttar í fyrstu umferð.

    Nú eru aðstæður auðvitað aðeins flóknari þar sem eingöngu hluta málsins var vísað frá og síðan kærðum við einnig úrskurðinn. Það eru samt sem áður teljandi líkur á að Hæstiréttur gefi úrskurð sinn út í nóvember. Það fer annars eftir þeim úrskurði hvaða hlutar málsins halda áfram fyrir héraðsdómi og hverjir ekki.

    Comment by Svavar Kjarrval — 2 November 2008 @ 07:34

  3. finnst þér þú hafa lent í hringavitleysu sem endar ekki fyrr en þú gefst upp?

    Comment by LalliJohns — 2 November 2008 @ 09:36

  4. Nei, ekki á þessari stundu.

    Comment by Svavar Kjarrval — 3 November 2008 @ 12:58

  5. Bara svona til að fá það á hreint, telur þú líklegt að IsTorrent muni koma upp aftur, og ef svo er mun það þá vera í allt annarri mynd en var fyrir ári, og hversu langt telurðu að sé í að það gerist?

    Comment by Daudinn — 4 November 2008 @ 12:04

  6. Ég ákvað fyrir nokkrum mánuðum að hafa framtíð Istorrents á lausu a.m.k. þar til búið væri að leysa úr lögbanninu. Þessi ákvörðun á eitthvað að rekja til þess að mörgum er nákvæmlega sama um örlög vefsins og vildi ég því ekki gefa út fleiri yfirlýsingar um að opnun vefsins væru örugg. Það er ekki eins og ég sé að fá mörg hvatningarorð fyrir störf mín í þágu Istorrents eða nógu mikinn fjárhagslegan stuðning til að greiða fyrir rekstur málsins. Þessi peningur hefur farið úr mínum eigin vasa.

    Hvort Istorrent verði í sömu mynd ef vefurinn opnar aftur, veit ég ekki. Það yrði allavega ekki fastákveðið fyrr en það liggur fyrir að vefurinn opnar aftur.

    Þegar ákvörðun um framtíð Istorrents verður tekin eru það aðallega nokkrir þættir sem ég spái í:
    * Úrslit dómsmálsins.
    * Umhverfi jafningjaneta á Íslandi.
    * Mínar eigin persónulegar aðstæður.
    * Sýnilegt álit almennings á Istorrent á þeirri stundu.

    Þeir sem vilja hækka líkur á enduropnun Istorrents ættu því að gera eftirfarandi (í það minnsta):
    * Hjálpa til með dómsmálið, hvort sem það er fjárhagslegur stuðningur eða lögfræðileg aðstoð.
    * Láta vita að þið mynduð vilja enduropnun Istorrents.
    * Veita mér andlegan og/eða fjárhagslegan stuðning. Hægt er að hitta á mig og sýna að þér er ekki sama.
    * Verja málstað Istorrents þegar þörf krefur, hvort sem það er á netinu eða annars staðar.

    Mjög lítið hlutfall af þeim notendum sem voru á torrent.is hafa gert eitthvað af ofangreindu sem er miður. Það er allavega ekki mikill hvati fyrir mig að opna vefinn aftur ef ég held að öllum sé sama.

    Comment by Svavar Kjarrval — 4 November 2008 @ 02:47

  7. Sæll Svavar

    Ég hef verið að fylgjast aðeins með framvindu mála hér á blogginu þínu
    og finnst þetta ganga hægt, sem er nátturulega bara dómskerfið í heild.

    bara gallagripur þetta dómskerfi.

    en nóg um það.

    ég er einn af þeim sem myndi alveg vilja fá Istorrent opnað aftur.
    Ég skal viðurkenna það alveg Svavar að ég hef ætlað að styrkja þig um nokkur rausnarlegar upphæðir, en annars sýnist mér þær vera bara dropi í hafið miðað við það sem þú hefur gefið upp hvað þetta hefur kostað hingað til.

    en síðan breyttust aðstæður hjá mér að ég bara hef ekki getað styrkt þig eins og ég vildi. þær aðstæður eru fjárhagslegar og komu sér mjög illa fyrir mig, ég vil ekki fara nánar út í það hér.

    en hins vegar langaði mig nú bara að segja þér að það er fólk til sem styður þig í þessari baráttu, þau kannski bara geta það ekki fjárhagslega.

    en ég vona að þú vinnir þetta mál og fáir góðar bætur fyrir vikið.

    Gangi þér vel Svavar og ef þú opnar síðuna aftur þá skal ég gera mitt besta til þess að reyna styrkja þig. en ég get bara ekki lofað því.

    kveðja
    Arnar

    Comment by TDK — 4 November 2008 @ 06:27

  8. ef ég bara kinni þá mundi ég styrkja þig núna um sléttar 5 þús krónur en þar sem ég er ekki með heimabanka þá get ég það ekki en annars vona ég að þetta endi allt vel og ég styð þig í þessu !

    Comment by jm — 5 November 2008 @ 12:29

  9. Sæll Svavar

    ALDREI! efast um að þú njótir ekki stuðnings, það er fullt af fólki þarna úti sem styður þig í þessari baráttu, það kunna bara ekki allir að sína það, Það sakna allir Istorrent, það var/er frábær torrent síða, ég og fleiri sem ég þekki vona virkilega mikið að Istorrent komi aftur.

    Kv. Slayer

    Comment by Slayer — 5 November 2008 @ 04:00

  10. Ég er algjörlega sammála öllu sem hann Slayer sagði hér fyrir ofan!

    Við styðum þig öll!

    Comment by HlynurH — 5 November 2008 @ 09:13

  11. Þú hefur minn stuðning Svavar minn og fullt of félegum mínum. Það er leiðinlegt að heyra að fólk sem var að nota Istorrent mikið þegar það var uppi er ekki að styðja þig félagslega/fjárlega en mig langaði bara að láta þig vita að þú ert ekki einn það er fólk hérna úti sem styður þig. það er bara ekki áberandi.

    Áfram Svavar , Gangi þér vel með málið og þú ert duglegur að hafa ekki gefist upp eins og margir aðrir hefðu örugglega verið búnir að gera.

    Comment by Snacks — 7 November 2008 @ 01:18

  12. Svavar, þú hefur minn stuðning og margra annarra. Gangi þér vel með þetta allt og vonandi vinnur þú þetta. Áfram Istorrent!

    Comment by Primor — 9 November 2008 @ 07:48

RSS feed for comments on this post.

Leave a comment

You must be logged in to post a comment.

Powered by WordPress