Úrskurður héraðsdóms var kærður seinasta þriðjudag en ég öðlaðist ekki vitneskju um það fyrr en að kvöldi til þann 8. október.
Í kærunni eru rök fyrir því af hverju STEF hefur almenna heimild til að krefjast lögbanns sótt í 23. gr. höfundalaga ásamt því að samþykktir samtakanna voru samþykktar af menntamálaráðuneytinu á sínum tíma.
Varðandi „sambærilega vefsíðu“ er vísað til ýmissa raka en þó helst að varnaðilar (Istorrent og co.) geti einfaldlega opnað annað vefsvæði undir ólögleg skráarskipti.
Eru þeir svo hneykslaðir yfir því að héraðsdómur hafi úrskurðað þeim í óvil að þeir hafa ákveðið að krefjast munnlegs málflutnings fyrir Hæstarétti.
Ég er nokkuð viss um að Hæstiréttur muni vísa lögbannshluta málsins frá þegar hann tekur málið fyrir. Sá fyrsti til að senda inn rétta ástæðu sem athugasemd (við þessa færslu) fær súkkulaðisnúð (viðkomandi þarf að sækja snúðinn sjálfur). Athugasemdir sem berast eftir munnlega málflutninginn (ef af honum verður), eða eftir að dómurinn hefur verið birtur, eru ekki teknar með. Úrslit verða ljós þegar Hæstiréttur birtir dóminn og þá getur sigurvegarinn innheimt snúðinn.
Vísbending: Það er til óbeint fordæmi fyrir þeirri ástæðu sem ég hef í huga.
Fyrirvari: Allir þeir sem koma beint að málinu, fjölskyldur þeirra, samstarfsfélagar, vinir og kunningjar þeirra geta ekki átt tilkall í verðlaunin. Þeim er auðvitað frjálst að skreppa í næsta bakarí og kaupa sína eigin súkkulaðisnúða.
Ohh, vá hvað þeir eru tregir..
Mér dettur þessi ástæða sem þú hefur í hug ekki til hugar sem stendur. Legg höfuðið í bleyti. Gott að vita að þú ert viss í þinni sök 🙂
Og fyrirfram hamingjuóskir til þess er snúðinn hreppir.
Comment by Paper — 9 October 2008 @ 05:54
Ég held þessu verði vísað frá, vegna þess að þú ert bestur!
Gemmér snúð! 😉
Comment by BizNiz — 10 October 2008 @ 04:08
Úrskurður héraðsdóms var kærður aftur en í þetta sinn af okkar frumkvæði. Er kæran tilraun til að láta Hæstarétt endurskoða þá þætti málsins sem var ekki vísað frá í téðum úrskurði. Þetta hefði að sjálfsögðu ekki verið mögulegt ef STEF hefði ákveðið að láta úrskurðinn afskiptalausan.
Kröfurnar í kærunni eru margþættar. Í fyrsta lagi er krafist þess að frávísun „sambærilega vefsíðu“ hugtaksins orsaki frávísun á öllum liðnum en ekki bara þessum hluta hans. Í öðru lagi er vísað til þess að þar sem STEF nýtur sér heimild í lögbannslögum til að koma öðrum kröfum að beri þau sömu örlög ef lögbannsþætti málsins er vísað frá. Síðan er krafist þess að málskostnaður fyrir héraðsdómi verði ákveðinn. Að lokum er krafist málskostnaðar fyrir Hæstarétti.
Með því að kæra úrskurðinn er verið að vonast eftir því að Hæstiréttur vísi kröfum STEF frá dómi og stytti þann tíma sem málið hefði annars tekið.
SNúðinn!
Comment by fimman — 12 October 2008 @ 01:53
Þetta kemur ekki nálægt því að svara því af hverju Hæstiréttur myndi vísa lögbannsþættinum frá.
Comment by Svavar Kjarrval — 12 October 2008 @ 01:57
gúrme
Comment by fimman — 12 October 2008 @ 09:45