Istorrent bloggið Fréttir og ýmsar tilkynningar

4 March 2008

Reyndu að loka fyrir bloggið

Filed under: Almennt — Svavar Kjarrval @ 02:34

Bloggið var sett upp 2. janúar síðastliðinn, sama dag og elsta færsla þess var sett inn. Um viku síðar kemur Hróbjartur Jónatansson, lögmaður stefnenda, til ISNIC og með lögbannsúrskurðinn. Var krafist þess að ISNIC myndi taka niður lénið torrent.is og nefnt að lögbannið næði yfir það. Eftir nánari skoðun var það talið fráleitt af hálfu ISNIC. Þann 11. janúar neitaði ISNIC beiðninni formlega. Engin merki eru um frekari tilraunir til þess að stöðva bloggið en það er spurning hvort leitað hafi verið til Vodafone um að loka nettengingunni sem veitir aðgang að blogginu.

Líkja mætti lénum við heimilisföng sem er ein leið til að auðkenna hús. Aðrar leiðir til að auðkenna hús er með sérstöku nafni (t.d. ‘Klettur’), GPS hnitum og jafnvel leiðarlýsingu. Jafnvel þótt að lén eins og torrent.is sé ekki notað, þá eru aðrar leiðir til að komast á sama vefsvæði, t.d. með IP tölu. Með því að slá t.d. inn http://213.220.117.6/ fæst sama virkni og ef farið er inn á torrent.is en þá er notendum beint samstundis inn á istorrent.is. Lénið torrent.is er bara ein leið af mörgum til að auðkenna vefsvæði.

Vil ég því formlega þakka ISNIC kærlega fyrir að hafna beiðni stefnenda sem gerð var til þess að skerða okkar skoðanavettvang. Tjáningarfrelsi okkar er mjög mikilvægt og á því ISNIC skilið mikið hrós fyrir vikið.

2 Comments »

  1. Go ISNIC, eða réttara sagt INTÍS!

    Comment by Opes — 7 March 2008 @ 01:08

  2. hehe ætli það séu ekki istorrent notendur hjá ISNIC 😛

    Comment by Aztek — 9 March 2008 @ 12:47

RSS feed for comments on this post.

Leave a comment

You must be logged in to post a comment.

Powered by WordPress